Áfram svo, koma svo Ellert B. Schram. skrifar 23. desember 2009 06:00 Nú er rétt um ár liðið frá því að ég sat á Alþingi og gegndi því starfi frá morgni til kvölds að takast á við hrun samfélagsins. Það voru ekki góðir dagar, nema þá að einu leyti, að menn lögðu nótt við dag, allir sem einn, jafnt á þingi sem í stofnunum stjórnsýslunnar og út í þjóðfélaginu, að slökkva þá elda sem alls staðar loguðu. Ef ég hefði ekki verið alinn upp við þá kenningu að karlmenn beygðu ekki af, þá hefðu mörg tár fallið á svefnlausum nóttum þessa dimma skammdegis sem grúfði yfir land og þjóð. Við sem sátum á þingi fundum til ábyrgðar og sektarkenndar, upplifðum kvíðann og óttann í samfélaginu innan sem utan dyra Alþingishússins og satt að segja var allt í fullkominni óvissu hvernig okkur mundi reiða af. Þetta var slagur upp á líf og dauða. Og það mega alþingismenn þessa dapurlega svartnættis eiga, að þeir stóðu saman, stóðu saman um neyðarlögin, um brýnustu úrlausnarefnin. Nú er rúmlega ár liðið frá þessum örlagatíma og enn hefur húsið ekki hrunið yfir okkur og raunar bendir margt til að við getum náð okkur upp úr kreppunni, fyrr en ella. Það er margt jákvætt að gerast. Og lífið hefur haldið áfram, þrátt fyrir mörg áföll og hrunadans. Ég leyfi mér að fullyrða að mestu hafi þar um ráðið að Íslendingar hafa gert sér grein fyrir vandanum og þjappað sér saman. Á förnum vegi hitti ég marga, sem eiga eflaust um sárt að binda og enn aðra sem hafa riðað til falls. En almennt talað er jákvæður tónn ríkjandi í samfélaginu. Það er baráttuhugur í fólki, það brosir á móti, réttir úr sér og telur kjark í viðmælendur sína. Alls staðar er verið að skera niður og hækka skatta og almenningur tekur því af karlmennsku. „Áfram svo, koma svo." Þetta er herhvötin sem ég þekkti í íþróttunum í gamla daga, þegar á móti blés. Samtakamáttur, forysta, sigurvilji. Það eru forsendurnar til að leikurinn vinnist og þessi mórall og hann einn er sá grundvöllur sem við getum byggt á. Hann er líftaugin okkar. Ég hrósa ríkisstjórninni fyrir heiðarlega og dugmikla viðleitni að takast á við endalaus vandamál. Ég klappa fyrir skilanefndum og stjórnsýslunni allri fyrir framúrskarandi björgunaraðgerðir og atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni fyrir þolgæði og úthald og síðast en ekki síst tek ég ofan fyrir almenningi, þessum venjulega íslenska raunsæismanni, sem skilur erfiðleikana og horfist í augu við þá. Það er verið að reyna að bjarga því sem bjargað verður og við erum farin að sjá ljósið fram undan. En það er á einum vinnustað, á Alþingi sjálfu, sem þessi samstaða hefur brostið. Þar hefur hver höndin verið upp á móti annarri. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með þeirri umræðu allri. Það mætti halda að hópur þingmanna skilji ekki eða vilji ekki skilja að þessi barátta sem íslenska þjóðin heyr nú við hruninu snýst ekki um flokka og dilka. Hún snýst um þjóðarhag. Icesave-málið er stóra þrætueplið. Auðvitað er ég í hópi þeirra sem vildu losna undan þessu skuldafargi. En hvað ef við neitum að borga eða semja? Hver er valkosturinn? Hvað þá? Er það leið til endurreisnar að neita að horfast í augu við þann veruleika að alþjóðasamfélagið segi lok, lok og læs ef við neitum að borga eða semja? Traust til Íslands þverr og lánalínur lokast. Hvað þýðir það? Áframhaldandi gjaldeyrishöft, veiking krónunnar, annað gengisfall, vaxandi atvinnuleysi, kaupmáttarrýrnun og hugsanlega gjaldþrot ríkisins og þar með þjóðarinnar. Svo þarf varla að minnast á það, að núverandi ríkisstjórn hlýtur að segja af sér, ef málið er fellt eða ef forseti Íslands vísar því til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þurfum við á því að halda að hér fari allt í lamasess og biðstöðu meðan beðið verður eftir nýjum kosningum og nýrri ríkisstjórn? Af hverju er þetta ekki sagt upphátt og afdráttarlaust? Viljum við fara þessa leið? Nú þegar sól fer að hækka á lofti og nýtt ár gengur í garð er það von mín og bón að við leggjum kalt, raunsætt mat á málið og afgreiðum það. Og snúum okkar að uppbyggingu og endurreisn, í takt við þarfir þjóðarinnar. Stöndum saman, leggjumst öll á árarnar og ný betri sýn mun blasa við. Áfram svo, koma svo. Með jóla- og baráttukveðjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Nú er rétt um ár liðið frá því að ég sat á Alþingi og gegndi því starfi frá morgni til kvölds að takast á við hrun samfélagsins. Það voru ekki góðir dagar, nema þá að einu leyti, að menn lögðu nótt við dag, allir sem einn, jafnt á þingi sem í stofnunum stjórnsýslunnar og út í þjóðfélaginu, að slökkva þá elda sem alls staðar loguðu. Ef ég hefði ekki verið alinn upp við þá kenningu að karlmenn beygðu ekki af, þá hefðu mörg tár fallið á svefnlausum nóttum þessa dimma skammdegis sem grúfði yfir land og þjóð. Við sem sátum á þingi fundum til ábyrgðar og sektarkenndar, upplifðum kvíðann og óttann í samfélaginu innan sem utan dyra Alþingishússins og satt að segja var allt í fullkominni óvissu hvernig okkur mundi reiða af. Þetta var slagur upp á líf og dauða. Og það mega alþingismenn þessa dapurlega svartnættis eiga, að þeir stóðu saman, stóðu saman um neyðarlögin, um brýnustu úrlausnarefnin. Nú er rúmlega ár liðið frá þessum örlagatíma og enn hefur húsið ekki hrunið yfir okkur og raunar bendir margt til að við getum náð okkur upp úr kreppunni, fyrr en ella. Það er margt jákvætt að gerast. Og lífið hefur haldið áfram, þrátt fyrir mörg áföll og hrunadans. Ég leyfi mér að fullyrða að mestu hafi þar um ráðið að Íslendingar hafa gert sér grein fyrir vandanum og þjappað sér saman. Á förnum vegi hitti ég marga, sem eiga eflaust um sárt að binda og enn aðra sem hafa riðað til falls. En almennt talað er jákvæður tónn ríkjandi í samfélaginu. Það er baráttuhugur í fólki, það brosir á móti, réttir úr sér og telur kjark í viðmælendur sína. Alls staðar er verið að skera niður og hækka skatta og almenningur tekur því af karlmennsku. „Áfram svo, koma svo." Þetta er herhvötin sem ég þekkti í íþróttunum í gamla daga, þegar á móti blés. Samtakamáttur, forysta, sigurvilji. Það eru forsendurnar til að leikurinn vinnist og þessi mórall og hann einn er sá grundvöllur sem við getum byggt á. Hann er líftaugin okkar. Ég hrósa ríkisstjórninni fyrir heiðarlega og dugmikla viðleitni að takast á við endalaus vandamál. Ég klappa fyrir skilanefndum og stjórnsýslunni allri fyrir framúrskarandi björgunaraðgerðir og atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni fyrir þolgæði og úthald og síðast en ekki síst tek ég ofan fyrir almenningi, þessum venjulega íslenska raunsæismanni, sem skilur erfiðleikana og horfist í augu við þá. Það er verið að reyna að bjarga því sem bjargað verður og við erum farin að sjá ljósið fram undan. En það er á einum vinnustað, á Alþingi sjálfu, sem þessi samstaða hefur brostið. Þar hefur hver höndin verið upp á móti annarri. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með þeirri umræðu allri. Það mætti halda að hópur þingmanna skilji ekki eða vilji ekki skilja að þessi barátta sem íslenska þjóðin heyr nú við hruninu snýst ekki um flokka og dilka. Hún snýst um þjóðarhag. Icesave-málið er stóra þrætueplið. Auðvitað er ég í hópi þeirra sem vildu losna undan þessu skuldafargi. En hvað ef við neitum að borga eða semja? Hver er valkosturinn? Hvað þá? Er það leið til endurreisnar að neita að horfast í augu við þann veruleika að alþjóðasamfélagið segi lok, lok og læs ef við neitum að borga eða semja? Traust til Íslands þverr og lánalínur lokast. Hvað þýðir það? Áframhaldandi gjaldeyrishöft, veiking krónunnar, annað gengisfall, vaxandi atvinnuleysi, kaupmáttarrýrnun og hugsanlega gjaldþrot ríkisins og þar með þjóðarinnar. Svo þarf varla að minnast á það, að núverandi ríkisstjórn hlýtur að segja af sér, ef málið er fellt eða ef forseti Íslands vísar því til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þurfum við á því að halda að hér fari allt í lamasess og biðstöðu meðan beðið verður eftir nýjum kosningum og nýrri ríkisstjórn? Af hverju er þetta ekki sagt upphátt og afdráttarlaust? Viljum við fara þessa leið? Nú þegar sól fer að hækka á lofti og nýtt ár gengur í garð er það von mín og bón að við leggjum kalt, raunsætt mat á málið og afgreiðum það. Og snúum okkar að uppbyggingu og endurreisn, í takt við þarfir þjóðarinnar. Stöndum saman, leggjumst öll á árarnar og ný betri sýn mun blasa við. Áfram svo, koma svo. Með jóla- og baráttukveðjum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun