Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Blika og Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 29. júní 2009 23:00 Úr leik Vals og Breiðabliks í fyrra. Mynd/Valli Breiðablik og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum og opnum toppbaráttuleik Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik á 62. mínútu en Kristín Ýr Bjarndóttir jafnaði fyrir Val um fimm mínútum síðar og þar við sat. Það var lítið um opin marktækifæri á fyrsta stundarfjórðungi leiksins í kvöld en það átti heldur betur eftir að breytast og liðin sýndu af hverju þetta eru bestu sóknarlið Pepsi-deildarinnar í dag. Blikastúlkur voru líflegri framan af leik en Valsstúlkur voru þó ekki langt frá því að skora fyrsta mark leiksins á 18. mínútu þegar Rakel Logadóttir tók létt þríhyrningsspil við Krístínu Ýr Bjarnadóttur og átti svo skot rétt framhjá Blikamarkinu. Rakel var aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hún lék laglega á Heklu Pálmadóttur og átti fínt skot en Elsa Hlín Einarsdóttir í Blikamarkinu varði vel. Blikastúlkur gerðu tilkall til vítaspyrnu á 25. mínútu þegar Fanndís Friðriksdóttir slapp í gegnum um Valsvörnina og Thelma Björk Einarsdóttir virtist hlaupa hana niður en dómarinn Gunnar Sverrir Gunnarsson ákvað að flauta ekki. Stuttu síðar slapp svo Harpa Þorsteinsdóttir inn fyrir vörn Vals en skot hennar fór beint í fangið á Maríu Björgu Ágústsdóttur, sem átti eftir að koma mikið við sögu í leiknum. Valsvörnin galopnaðist á nýjan leik 31. mínútu þegar hin eldsnögga Fanndís komst ein inn fyrir á móti Maríu Björgu en skot hennar fór talsvert framhjá markinu. Valsstúlkur komu boltanum í markið á 45. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstæðu. Helsta ógn Valsstúlkna í fyrri hálfleik kom annars úr föstum leikatriðum fyrir utan nokkra fína spretti hjá Rakel á hægri kantinum. Blikastúlkur náðu aftur á móti nokkrum sinnum að opna Valsvörnina með góðum stungusendingum og hefðu átt að leiða leikinn í hálfleik en staðan var eins og segir markalaus þegar hálflauksflautan gall. Fanndís átti fínt skot fyrir Blika á 59. mínútu en María Björg var vel staðsett í markinu, líkt og fyrr í leiknum. Fanndís gerði hins vegar engin mistök á 62. mínútu og afgreiddi stungusendingu frá Söndru Sif Magnúsdóttur í markið og kom Blikum yfir. Fanndís var svo nálægt því að bæta við öðru marki skömmu síðar en María Björg varði þá glæsilega, skot sem stefndi í markhornið efst. Á 66. mínútu náðu Valsstúlkur svo að jafna leikinn og var þar framherjinn Kristín Ýr að verki af miklu harðfylgi með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Rakel af hægri kantinum. Fanndís slapp enn og aftur inn fyrir Valsvörnina á 74. mínútu, í tvígang með skömmu millibili, en í bæði skiptin sá María Björg við henni með fínum markvörslum. Svekkjandi fyrir Blika að ná ekki að nýta marktækifærin betur en raun bar vitni um en Valur fékk einnig sín færi í síðari hálfleik. Lokamínútur leiksins voru gríðarlega spennandi og toppsæti deildarinnar í húfi en hvorugu liðinu tókst að skora og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Leikurinn var hin besta skemmtun og góð auglýsing fyrir kvennaboltann enda toppbarátta efstu deildarinnar ekki verið jafn spennandi og opin í mörg ár. Valur og Breiðablik eru bæði með 23 stig en Valsstúlkur hafa mun hagstæðari markatölu. Stjarnan kemur þar á eftir með 20 stig og á leik til góða á hin liðin tvö. Tölfræðin: Breiðablik – Valur 1-1 1-0 Fanndís Friðriksdóttir (62.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (66.) Kópavogsvöllur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 13-12 (5-6) Varin skot: Elsa Hlín 5 - María Björg 4 Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-14 Rangstöður: 9-1Breiðablik (4-5-1) Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Berglind Björk Þorvaldsdóttir Hlín Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Fanndís FriðriksdóttirValur (4-5-1) María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Dóra María Lárusdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir (85., Dagný Brynjarsdóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Breiðablik og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum og opnum toppbaráttuleik Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik á 62. mínútu en Kristín Ýr Bjarndóttir jafnaði fyrir Val um fimm mínútum síðar og þar við sat. Það var lítið um opin marktækifæri á fyrsta stundarfjórðungi leiksins í kvöld en það átti heldur betur eftir að breytast og liðin sýndu af hverju þetta eru bestu sóknarlið Pepsi-deildarinnar í dag. Blikastúlkur voru líflegri framan af leik en Valsstúlkur voru þó ekki langt frá því að skora fyrsta mark leiksins á 18. mínútu þegar Rakel Logadóttir tók létt þríhyrningsspil við Krístínu Ýr Bjarnadóttur og átti svo skot rétt framhjá Blikamarkinu. Rakel var aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hún lék laglega á Heklu Pálmadóttur og átti fínt skot en Elsa Hlín Einarsdóttir í Blikamarkinu varði vel. Blikastúlkur gerðu tilkall til vítaspyrnu á 25. mínútu þegar Fanndís Friðriksdóttir slapp í gegnum um Valsvörnina og Thelma Björk Einarsdóttir virtist hlaupa hana niður en dómarinn Gunnar Sverrir Gunnarsson ákvað að flauta ekki. Stuttu síðar slapp svo Harpa Þorsteinsdóttir inn fyrir vörn Vals en skot hennar fór beint í fangið á Maríu Björgu Ágústsdóttur, sem átti eftir að koma mikið við sögu í leiknum. Valsvörnin galopnaðist á nýjan leik 31. mínútu þegar hin eldsnögga Fanndís komst ein inn fyrir á móti Maríu Björgu en skot hennar fór talsvert framhjá markinu. Valsstúlkur komu boltanum í markið á 45. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstæðu. Helsta ógn Valsstúlkna í fyrri hálfleik kom annars úr föstum leikatriðum fyrir utan nokkra fína spretti hjá Rakel á hægri kantinum. Blikastúlkur náðu aftur á móti nokkrum sinnum að opna Valsvörnina með góðum stungusendingum og hefðu átt að leiða leikinn í hálfleik en staðan var eins og segir markalaus þegar hálflauksflautan gall. Fanndís átti fínt skot fyrir Blika á 59. mínútu en María Björg var vel staðsett í markinu, líkt og fyrr í leiknum. Fanndís gerði hins vegar engin mistök á 62. mínútu og afgreiddi stungusendingu frá Söndru Sif Magnúsdóttur í markið og kom Blikum yfir. Fanndís var svo nálægt því að bæta við öðru marki skömmu síðar en María Björg varði þá glæsilega, skot sem stefndi í markhornið efst. Á 66. mínútu náðu Valsstúlkur svo að jafna leikinn og var þar framherjinn Kristín Ýr að verki af miklu harðfylgi með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Rakel af hægri kantinum. Fanndís slapp enn og aftur inn fyrir Valsvörnina á 74. mínútu, í tvígang með skömmu millibili, en í bæði skiptin sá María Björg við henni með fínum markvörslum. Svekkjandi fyrir Blika að ná ekki að nýta marktækifærin betur en raun bar vitni um en Valur fékk einnig sín færi í síðari hálfleik. Lokamínútur leiksins voru gríðarlega spennandi og toppsæti deildarinnar í húfi en hvorugu liðinu tókst að skora og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Leikurinn var hin besta skemmtun og góð auglýsing fyrir kvennaboltann enda toppbarátta efstu deildarinnar ekki verið jafn spennandi og opin í mörg ár. Valur og Breiðablik eru bæði með 23 stig en Valsstúlkur hafa mun hagstæðari markatölu. Stjarnan kemur þar á eftir með 20 stig og á leik til góða á hin liðin tvö. Tölfræðin: Breiðablik – Valur 1-1 1-0 Fanndís Friðriksdóttir (62.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (66.) Kópavogsvöllur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 13-12 (5-6) Varin skot: Elsa Hlín 5 - María Björg 4 Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-14 Rangstöður: 9-1Breiðablik (4-5-1) Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Berglind Björk Þorvaldsdóttir Hlín Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Fanndís FriðriksdóttirValur (4-5-1) María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Dóra María Lárusdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir (85., Dagný Brynjarsdóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira