Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fór af þingflokksfundi flokksins sem haldinn var í morgun á undan öðrum þingmönnum.
Samkvæmt heimildum fréttastofu fór Guðlaugur til þess að sækja vinnustaðafundi vegna komandi kosninga. Á þingflokksfundinum ræddu sjálfstæðismenn meðal annars risastyrki frá FL Group og Landsbanka. Niðurstaða þeirra var, eins og ónefndur þingmaður orðaði það við fréttastofu, að setja undir sig hausinn og keyra inn í kosningabaráttuna.
Styrkjamál Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka eru víða rædd á Alþingi í dag. Forsætisnefnd þingsins kom saman í hádeginu. Formenn þingflokka ræðast við í dag og einnig formenn flokkanna. Hermt er að styrkjamálin verði rædd á öllum þessum fundum.
Guðlaugur fór af þingflokksfundi
