Tvær og hálf milljón á mann hjá Sjálfstæðisflokknum 16. febrúar 2009 16:36 MYND/Pjetur Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars. „Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum," segir í tilkynningu frá flokknum. Á fundinum í síðustu viku var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Augu almennings beinast að stjórnmálahreyfingum um þessar mundir og mikilvægt að frambjóðendur í prófkjörum á vegum flokksins gangi fram með góðu fordæmi. Af þeim sökum er þeim tilmælum beint til frambjóðenda að þeir sýni hófsemi og aðhald í komandi kosningabaráttu og að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir hver í baráttuna. Sú upphæð er þrefalt lægri en leyfilegt hámark í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum. Til að koma til móts við frambjóðendur mun flokkurinn opna heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um alla frambjóðendur í prófkjörum flokksins. Hvert kjördæmisráðu mun síðan gefa út blað þar sem frambjóðendur geta kynnt sig og sín áherslumál. Jafnframt munu kjördæmisráðin halda opna fundi þar sem frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig og sín málefni." Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars. „Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum," segir í tilkynningu frá flokknum. Á fundinum í síðustu viku var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Augu almennings beinast að stjórnmálahreyfingum um þessar mundir og mikilvægt að frambjóðendur í prófkjörum á vegum flokksins gangi fram með góðu fordæmi. Af þeim sökum er þeim tilmælum beint til frambjóðenda að þeir sýni hófsemi og aðhald í komandi kosningabaráttu og að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir hver í baráttuna. Sú upphæð er þrefalt lægri en leyfilegt hámark í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum. Til að koma til móts við frambjóðendur mun flokkurinn opna heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um alla frambjóðendur í prófkjörum flokksins. Hvert kjördæmisráðu mun síðan gefa út blað þar sem frambjóðendur geta kynnt sig og sín áherslumál. Jafnframt munu kjördæmisráðin halda opna fundi þar sem frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig og sín málefni."
Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira