Körfubolti

Henning tilkynnti landsliðshópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henning Henningsson landsliðsþjálfari.
Henning Henningsson landsliðsþjálfari.
Henning Henningsson hefur valið tólf manna landsliðshóp fyrir síðari hluta riðlakeppninnar í Evrópumóti kvenna.

Fimm leikir eru framundan í Evrópukeppninni en Ísland vann í fyrra einn af leikjum og á því heldur lítinn möguleika á að ná einu af tveimur efstum sæti riðilsins sem tryggir áframhaldandi þátttöku í keppninni.

„Ég tók við þessu landsliði í vor og þessu verkefni - sem ég hef kallað 120 daga verkefnið - fer nú að ljúka. Nú er komið að hápunktinum," sagði Henning á blaðamannafundi KKÍ í dag.

„Ég hef talið það saman að á þessum 120 dögum verðum við saman á 78 dögum á annað hvort æfingum, leikjum eða ferðalögum," bætti hann við.

Þrettán leikmenn hafa verið í æfingahópi landsliðsins undanfarið en tólf fara út til Sviss þar sem fyrsti leikur liðsins í þessari törn fer fram á laugardaginn. Jóhanna Sveinsdóttir, Hamar, er sú eina sem ekki fer með.

Landsliðshópur Íslands:

Signý Hermannsdóttir, KR

Hafrún Hálfdánardóttir, Hamar

Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík

Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum

Guðrún Ósk Ámundadóttir, Haukum

Telma Björk Fjalarsdóttir, Haukar

Hildur Sigurðardóttir, KR

Birna Valgarðsdóttir, Keflavík

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Hamar

Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamar

Helena Sverrisdóttir, TCU

María Ben Erlingsdóttir, UTPA

Leikirnir:

15. ágúst: Sviss - Írland

19. ágúst: Ísland - Holland

22. ágúst: Slóvenía - Ísland

26. ágúst: Ísland - Írland

29. ágúst: Ísland - Svartfjallaland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×