Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fer til Færjeyja í kvöld þar sem undirritaður verður samningur sem þjóðirnar hafa gert með sér um greiðslukjör lánsins sem Færeyingar buðu Íslendingum í kjölfar bankahrunsins.
Um 6,5 milljarða króna lán er að ræða og sagði Steingrímur á blaðamannafundi VG í dag að lánið sé á „mjög góðum kjörum."