Innlent

Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi

Fjölskylda Ingvars ætti að vera örugg með leigutekjur frá bandaríska sendiráðinu.
Fjölskylda Ingvars ætti að vera örugg með leigutekjur frá bandaríska sendiráðinu.

Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar.

Ingvar og eiginkona hans Helga María hafa flutt sig yfir götuna í Skildinganes 44 sem er nýbyggð 450 fermetra höll á sjávarlóð.

Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október á síðasta ári. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína. Hann er hættur störfum hjá bankanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×