Mourinho og Lippi komnir í orðastríð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2009 16:25 Mourinho er búinn að kynda vel undir Lippi. Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira