Dramatíkin fyrir bardaga David Haye og Nikolai Valuev heldur áfram að byggjast upp en þeir mætast í Þýskalandi um helgina.
Nú hefur Haye ákveðið að flytjast af sveitahóteli á hótel í miðborg Nuremberg þar sem bardaginn fer fram.
Það var sveit Valuev sem útvegaði Haye hótelið á sínum tíma en honum líkaði það illa. Þá hringdu umboðsmenn hans í fréttamann Sky á staðnum og spurði hvort það væri laust á hótelinu þeirra.
Það héldu Sky-menn nú og náðu í Haye og komu honum vel fyrir á hótelinu þeirra. Það sem meira er þá gistir Valueb á hótelinu beint á móti. Þeir gætu því tekið upp á því að öskra yfir göturnar.
Haye verður þar af leiðandi með fréttamenn Sky á bakinu fram að bardaganum en það líkar honum alls ekki illa.
Undanfarnar ellefu vikur hefur hann verið á Park Plaza-hótelinu í London þar sem hefur verið stöðugur straumur aðdáenda og fjölmiðlamanna með greiðan aðgang að honum.