Sigmundur telur allsherjarhrun framundan 23. apríl 2009 19:43 Formaður Framsóknarflokksins. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Sigmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að fyrirtækin hafi um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttekt þeirra feli ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila. Ekkert varð af birtingunni „Tilkynnt hafði verið um að matið yrði birt eigi seinna en á miðnætti 15. apríl síðast liðinn. Ekkert varð af birtingunni þá, en vonir stóðu til að upplýsingarnar yrðu birtar fyrir kosningar,“ segir hann. Sigmundur telur ljóst að ríkisstjórnin ætli að bíða með birtingu þessara grundvallarupplýsinga um stöðu íslenskra efnahagsmála fram yfir kosningar. Hann segir óforsvaranlegt af ríkisstjórninni að fara í kosningar án þess að gera þjóðinni grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum,“ segir formaðurinn.Hér er að hefjast fullkomið kerfishrun Sigmundur segir að þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur.Pistil hans er hægt að lesa hér. Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Sigmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að fyrirtækin hafi um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttekt þeirra feli ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila. Ekkert varð af birtingunni „Tilkynnt hafði verið um að matið yrði birt eigi seinna en á miðnætti 15. apríl síðast liðinn. Ekkert varð af birtingunni þá, en vonir stóðu til að upplýsingarnar yrðu birtar fyrir kosningar,“ segir hann. Sigmundur telur ljóst að ríkisstjórnin ætli að bíða með birtingu þessara grundvallarupplýsinga um stöðu íslenskra efnahagsmála fram yfir kosningar. Hann segir óforsvaranlegt af ríkisstjórninni að fara í kosningar án þess að gera þjóðinni grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum,“ segir formaðurinn.Hér er að hefjast fullkomið kerfishrun Sigmundur segir að þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur.Pistil hans er hægt að lesa hér.
Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira