Handbolti

Mustafa endurkjörinn sem forseti IHF

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hassan Mustafa.
Hassan Mustafa. Nordic Photos/Bongarts

Hinn umdeildi Egypti, Hassan Mustafa, var endurkjörinn sem forseti alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, með miklum yfirburðum á þingi þess um helgina.

Mustafa fékk 125 atkvæði í forsetakjörinu en mótframbjóðandi hans, Lúxemborgarinn Jean Kaiser, fékk aðeins 25.

Mustafa er því réttkjörinn forseti sambandsins til ársins 2014. Forsetinn átti nokkuð undir högg að sækja í aðdraganda kosninganna þegar hann var borinn ýmsum sökum.

Bakland hans er þrátt fyrir greinilega afar gott.

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrum formaður HSÍ, hafði tilkynnt um framboð sitt til forseta IHF en dró í land er nær dró þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×