Á kjördæmaþingi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í Hafnarfirði í gærkvöldi var ákveðið að halda netprófkjör um fimm efstu sætin á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 12. til 14. mars. Þingið samþykkti að bjóða fram fléttulista í kosningunum í vor.
Rétt til þátttöku hafa allir sem skráðir eru félagar í Samfylkingarfélögum í kjördæminu 10. mars eða skrifa undir sérstaka stuðningsyfirlýsingu við flokkinn í komandi kosningum.
Eins og kom fram á Vísi í gær tilkynnti Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, á fundinum að hann sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum.
Samfylkingin hlaut fjóra þingmenn í kosningunum vorið 2007.
