Sjálfstæðismenn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður 27. mars 2009 09:34 Kristján Þór Júlíusson. Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember. Kristján sagði að í nefndarferlinu hafi menn átt þess kost að hitta um 1500 manns og voru um 30 fundir haldnir víða um land. Síðasti fundurinn var haldinn í gærkvöldi og á máli Kristjáns mátti skilja að skilaboð þess fundar hafi verið mjög skýr. Á fundinum í gær voru komin drög að ályktun en í ljósi „mikilla og gagnlegra" athugasemda sem komu fram í gærkvöli sátu nefndarmennirnir fram á kvöld að semja nýja ályktun. Kristján sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað til talið að aðiild að ESB þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar. Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til breytinga á þeirri afstöðu. Hins vegar væru sterk lýðræðisrök sem mæltu fyrir því að þjóðin fái að tjá sig um málið og því hafi niðurstaðan orðið sú að almennum lögum eigi að breyta til þess að unnt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um það hvort Ísland eigi að sækjast eftir aðildarviðræðum. Í lokorðum Kristjáns kom fram að niðurstaða Evrópunefndarinnar væri tilraun til þess að byggja brú á milli þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi séu um Evrópumálið í Sjálfstæðisflokknum. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að fylgjast með landfundinum í beinni útsendingu. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Björn sammála Evrópunefndinni „Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag. 27. mars 2009 09:48 Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu. 27. mars 2009 10:20 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira
Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember. Kristján sagði að í nefndarferlinu hafi menn átt þess kost að hitta um 1500 manns og voru um 30 fundir haldnir víða um land. Síðasti fundurinn var haldinn í gærkvöldi og á máli Kristjáns mátti skilja að skilaboð þess fundar hafi verið mjög skýr. Á fundinum í gær voru komin drög að ályktun en í ljósi „mikilla og gagnlegra" athugasemda sem komu fram í gærkvöli sátu nefndarmennirnir fram á kvöld að semja nýja ályktun. Kristján sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað til talið að aðiild að ESB þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar. Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til breytinga á þeirri afstöðu. Hins vegar væru sterk lýðræðisrök sem mæltu fyrir því að þjóðin fái að tjá sig um málið og því hafi niðurstaðan orðið sú að almennum lögum eigi að breyta til þess að unnt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um það hvort Ísland eigi að sækjast eftir aðildarviðræðum. Í lokorðum Kristjáns kom fram að niðurstaða Evrópunefndarinnar væri tilraun til þess að byggja brú á milli þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi séu um Evrópumálið í Sjálfstæðisflokknum. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að fylgjast með landfundinum í beinni útsendingu.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Björn sammála Evrópunefndinni „Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag. 27. mars 2009 09:48 Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu. 27. mars 2009 10:20 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira
Björn sammála Evrópunefndinni „Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag. 27. mars 2009 09:48
Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu. 27. mars 2009 10:20