Rannsóknargögn lögreglu skilin eftir á víðavangi 27. apríl 2009 18:59 Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna. Pólstjörnumálið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna.
Pólstjörnumálið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira