Áttum að vinna öll lið með 30 stigum 6. janúar 2009 15:31 Jakob Sigurðarson þótti besti leikmaður Iceland Express deildarinnar fyrir áramót Mynd/Stefán "Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob. Dominos-deild karla Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
"Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob.
Dominos-deild karla Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira