Rafael Benítez vill fá meira hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 11:11 Rafael Benítez, stjóri Liverpool. Mynd/GettyImages Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira