Eiður tippar á Chelsea og United 9. mars 2009 17:17 Eiður Smári Guðjohnsen Nordic Photos/Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira