Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Breki Logason skrifar 2. apríl 2009 14:09 Frá mótmælunum fyrir fram Alþingishúsið í janúar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag." Kosningar 2009 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag."
Kosningar 2009 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira