Enski boltinn

Golf og ruðningur ólympíuíþróttir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods ... næsti Ólympíumeistari í golfi?
Tiger Woods ... næsti Ólympíumeistari í golfi? Nordic Photos / Getty Images
Golf og sjö manna ruðningur verða ólympíuíþróttir frá og með leikunum sem haldnir verða í Río de Janeiro í Brasilíu árið 2016.

Þetta ákvað Alþjóðlega ólympíunefndin á fundi sínum í dag. Golf fékk 63 af 90 atkvæðum en 81 kusu ruðninginn.

Colin Montgomerie, fyrirliði Ryders-liðs Evrópu, fagnaði ákvörðuninni.

„Ég er svo ánægður með að golf er orðin ólympíuíþrótt. Ég er stoltur af því að tekið þátt í því ferli að gera það að veruleika og þakka öllum þeim sem hafa veitt okkur hjálp sína í þessari baráttu," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×