Alíslenskt undanúrslitakvöld Dr. Gunni skrifar 15. janúar 2009 06:00 Eurobandið var framlag Íslands í fyrra. Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð", er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum". Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hallgrímur hefur áður tekið þátt í Eurovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppninni 2003. Lagið sem hann keppir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minnir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O'Sullivan. Hallgrímur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt" eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppninni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull" eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkaðasta lag kvöldsins. Það þýðir ekkert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sungin á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sungin voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynnarnir klæðast, prjónapeysurnar þeirra í fyrsta þættinum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf. Eurovision Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð", er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum". Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hallgrímur hefur áður tekið þátt í Eurovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppninni 2003. Lagið sem hann keppir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minnir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O'Sullivan. Hallgrímur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt" eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppninni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull" eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkaðasta lag kvöldsins. Það þýðir ekkert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sungin á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sungin voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynnarnir klæðast, prjónapeysurnar þeirra í fyrsta þættinum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf.
Eurovision Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira