Samkvæmt heimildum Vísis verður Guðrún Jóna Kristjánsdóttir næsti þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta.
Íris Björk Eysteinsdóttir og Kristrún Lilja Daðadóttir stýrðu KR í sumar en gera það ekki áfram.
Sjálf var Guðrún Jóna þjálfari kvennaliðs Aftureldingar/Fjölnis í sumar.
Guðrún Jóna er mikill KR-ingur og spilaði með félaginu um árabil við góðan orðstír. Má því segja að hún sé komin heim.