Sjálfstæðisflokkurinn fengi 2 menn í Kraganum 22. apríl 2009 18:30 Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, Kraginn, er hrunið samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn tapar nærri tuttugu prósentustigum í kjördæminu frá síðustu kosningum. Samfylkingin er stærst í Kraganum. Það er ekki ofsagt að hið pólitíska landslag er að taka gríðarlegum breytingum þessar vikurnar. Þannig var samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Kraganum minna en Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum - í nýjustu könnun fréttastofu eru bæði Vinstri græn og Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur. Af þeim sem tóku afstöðu hyggjast 8,6% kjósa Framsókn sem heldur einum þingmanni. Fylgið heldur áfram að hrynja af Sjálfstæðisflokknum, sem fær í þessari könnun 23,1% - en fékk 42,6% í þessu kjördæmi fyrir tveimur árum. Kraginn var sterkasta vígi flokksins í síðustu kosningum og svo virðist sem nýr formaður sem leiðir listann þar hafi ekki náð að heilla kjósendur. Þeir missa þrjá af fimm kjördæmakjörnum þingmönnum. Frjálslyndir fá rúmt prósent en Borgarahreyfingin er í þessari könnun stærri en Framsókn og mælist hvergi sterkari, með 10,2 atkvæða og fengi einn mann á þing. Lýðræðishreyfingin fær innan við prósent, Samfylkingin bætir við sig frá síðustu kosningum og er stærsti flokkur kjördæmisins með 32,2% atkvæða. Vinstri grænir halda áfram að sópa til sín stuðningsmönnum og meira en tvöfalda fylgið frá síðustu kosningum og fengi nú 24,1 prósent atkvæða. Án uppbótarmanna yrðu þetta þá þingmenn kjördæmisins. Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Hringt var í 600 manns í kjördæminu í gærkvöldi, 72% tóku afstöðu. Kosningar 2009 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, Kraginn, er hrunið samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn tapar nærri tuttugu prósentustigum í kjördæminu frá síðustu kosningum. Samfylkingin er stærst í Kraganum. Það er ekki ofsagt að hið pólitíska landslag er að taka gríðarlegum breytingum þessar vikurnar. Þannig var samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Kraganum minna en Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum - í nýjustu könnun fréttastofu eru bæði Vinstri græn og Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur. Af þeim sem tóku afstöðu hyggjast 8,6% kjósa Framsókn sem heldur einum þingmanni. Fylgið heldur áfram að hrynja af Sjálfstæðisflokknum, sem fær í þessari könnun 23,1% - en fékk 42,6% í þessu kjördæmi fyrir tveimur árum. Kraginn var sterkasta vígi flokksins í síðustu kosningum og svo virðist sem nýr formaður sem leiðir listann þar hafi ekki náð að heilla kjósendur. Þeir missa þrjá af fimm kjördæmakjörnum þingmönnum. Frjálslyndir fá rúmt prósent en Borgarahreyfingin er í þessari könnun stærri en Framsókn og mælist hvergi sterkari, með 10,2 atkvæða og fengi einn mann á þing. Lýðræðishreyfingin fær innan við prósent, Samfylkingin bætir við sig frá síðustu kosningum og er stærsti flokkur kjördæmisins með 32,2% atkvæða. Vinstri grænir halda áfram að sópa til sín stuðningsmönnum og meira en tvöfalda fylgið frá síðustu kosningum og fengi nú 24,1 prósent atkvæða. Án uppbótarmanna yrðu þetta þá þingmenn kjördæmisins. Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Hringt var í 600 manns í kjördæminu í gærkvöldi, 72% tóku afstöðu.
Kosningar 2009 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira