Edda: Byrjuð að spara fyrir Playstation Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2009 16:30 Edda Garðarsdóttir ásamt Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur en báðar leika þær með Örebro í Svíþjóð. Mynd/Daníel Edda Garðarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir því hollenska í vináttulandsleik í Kórnum á morgun klukkan 16.00. „Ég hef ekki séð mikið til hollenska liðsins enda ekki mikið rennsli á kvennalandsleikjum. En þær hafa verið á uppleið eins og við og hafa verið að standa sig vel," sagði Edda í samtali við Vísi í dag. Hún segir að leikmenn séu þegar byrjaðir að hugsa um EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. „Sigurður Ragnar (þjálfari) klikar ekki á svona smáatriðum," sagði hún í léttum dúr. „Við héldum markmiðsfund fljótlega eftir áramót þar sem rennt var yfir hvað við þyrftum að gera til að vera í toppstandi í ágúst. Það er ljóst að við verðum að nýta hvert einasta augnablik saman fram að móti enda verða þau ekki mörg." Edda er eins og svo margir aðrir landsliðsmenn á mála hjá liði í Skandinavíu en hún leikur með Örebro í Svíþjóð. Aldrei áður hafa svo margir atvinnumenn skipað A-landslið kvenna. „Það er mjög gaman að koma saman aftur. Þá kemur smá þjóðarrembingur upp í manni. Það er auðvitað skrýtið líka þar sem þetta er í eiginlega fyrsta sinn sem maður er að koma heim í landsliðsverkefni. En þetta er frábær hópur og gaman að hitta alla aftur." Henni segist líða vel í Svíþjóð en það sem helst hafi komið sér á óvart sé hversu mikinn frítíma hún hafi. „Eftir morgunæfinguna sem lýkur klukkan níu tekur við bara hvíld og bið til klukkan fjögur. Það er mjög óvenjulegt þar sem maður er vanur því hér heima að fara í ræktina fyrir vinnu og svo á æfingu þegar vinnudeginum lýkur." Hún segist þó ekki nota tímann til að spila á Playstation-leikjatölvu eins og svo margir knattspyrnumenn eru þekktir fyrir að gera. „Ég er ekki á það góðum launum að ég geti keypt mér Playstation en ég er byrjuð að safna," sagði hún og hló. „Það er meira um bókalestur hjá mér. Ég kann nú betur að meta fagurbókmenntir." Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Edda Garðarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir því hollenska í vináttulandsleik í Kórnum á morgun klukkan 16.00. „Ég hef ekki séð mikið til hollenska liðsins enda ekki mikið rennsli á kvennalandsleikjum. En þær hafa verið á uppleið eins og við og hafa verið að standa sig vel," sagði Edda í samtali við Vísi í dag. Hún segir að leikmenn séu þegar byrjaðir að hugsa um EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. „Sigurður Ragnar (þjálfari) klikar ekki á svona smáatriðum," sagði hún í léttum dúr. „Við héldum markmiðsfund fljótlega eftir áramót þar sem rennt var yfir hvað við þyrftum að gera til að vera í toppstandi í ágúst. Það er ljóst að við verðum að nýta hvert einasta augnablik saman fram að móti enda verða þau ekki mörg." Edda er eins og svo margir aðrir landsliðsmenn á mála hjá liði í Skandinavíu en hún leikur með Örebro í Svíþjóð. Aldrei áður hafa svo margir atvinnumenn skipað A-landslið kvenna. „Það er mjög gaman að koma saman aftur. Þá kemur smá þjóðarrembingur upp í manni. Það er auðvitað skrýtið líka þar sem þetta er í eiginlega fyrsta sinn sem maður er að koma heim í landsliðsverkefni. En þetta er frábær hópur og gaman að hitta alla aftur." Henni segist líða vel í Svíþjóð en það sem helst hafi komið sér á óvart sé hversu mikinn frítíma hún hafi. „Eftir morgunæfinguna sem lýkur klukkan níu tekur við bara hvíld og bið til klukkan fjögur. Það er mjög óvenjulegt þar sem maður er vanur því hér heima að fara í ræktina fyrir vinnu og svo á æfingu þegar vinnudeginum lýkur." Hún segist þó ekki nota tímann til að spila á Playstation-leikjatölvu eins og svo margir knattspyrnumenn eru þekktir fyrir að gera. „Ég er ekki á það góðum launum að ég geti keypt mér Playstation en ég er byrjuð að safna," sagði hún og hló. „Það er meira um bókalestur hjá mér. Ég kann nú betur að meta fagurbókmenntir."
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira