Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Vals og Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 8. júní 2009 19:56 Kristín Ýr Bjarnadóttir í baráttu við leikmenn Stjörnunnar í kvöld. Mynd/Stefán Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira