Umfjöllun: Meistaravon KR lifir eftir sigur á Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2009 16:30 Úr leik KR og Breiðabliks frá því fyrr í sumar. Mynd/Stefán KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum. KR-ingar byrjuðu vel og fengu fyrstu færin í leiknum. Baldur Sigurðsson hefði getað skorað tvö skallamark á fyrstu fjórtán mínútunum, fyrst bjargaði Guðmann Þórisson á marklínu og svo varði Ingvar Þór Kale frá honum. Óskar Örn Hauksson hefði auðveldlega geta nýtt frákastið úr markteignum en skaut framhjá. KR-ingar þurftu að gera breytingu eftir aðeins 20 mínútna leik þegar Atli Jóhannsson fór af velli eftir að hafa fengið putta í augað og það tók KR-liðið dágóðan tíma að finna taktinn á nýjan leik. Blikar komust við þetta meira inn í leikinn og bakvörðurinn Kristinn Jónsson var mjög ógnandi á þessum kafla. Kristinn var arkitektinn að bak við tveimur dauðafærum Blikum á tveimur mínútum, fyrst átti hann sendingu inn á Andra Rafn Yeoman, sem lét Andre Hansen verja frá sér og svo slapp hann sjálfur í gegn en skaut framhjá úr þröngu færi. KR-ingar fóru að braggast eftir þetta og varamaður Atla, Guðmundur Benediktsson, komst betur inn í leik liðsins. Það var síðan Gunnar Örn Jónsson sem skoraði glæsilegt mark á móti sínum gömlu félögum fimm mínútum fyrir hálfleik. Gunnar fékk þá boltann frá Björgólfi Takefusa og átti flott skot utan teigs sem fór af varnarmanni og upp í fjærhornið. Blikar fóru strax í stórsókn og Kristinn Steindórsson átti skot sem fór í utanverð fjærskeytin. Þeir höfðu ekki heppnina með sér þar frekar en í öðrum góðum færum sínum í fyrri hálfleiknum. Það tók Blikar aðeins 20 sekúndur að komast í dauðafæri í seinni hálfleik en Andre Hansen, markvörður KR, varði þá frábærlega frá Elfari Frey Helgasyni úr algjöru dauðafæri. Í kjölfarið náðu Blikar góðri pressu en náðu þó ekki að nýta sér það og jafna leikinn. KR-ingar biðu áttekta og spiluðu skynsamlega úr stöðunni enda 1-0 yfir og í góðum málum. Þeir sköpuðu mesta hættu eftir föst leikatriði og í kjölfarið á aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með góðum skalla eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir seinna mark KR-ingar áttu KR-ingar sigurinn vísann. Blikar gáfu mikið eftir og misstu augljósa trúnna á því að þeir gætu náð einhverju út úr leiknum. Blikar skoruðu reyndar mark eftir horn en skallamark fyrirliðans Kára Ársælssonar var dæmt af vegna rangstöðu. KR-ingar fögnuðu síðan góðum sigri og sáu til þess að misstu ekki af tveimur bikurum í sömu vikunni. KR á reyndar ekki mikla möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en þeir hafa sett ágæta pressu á FH-inga með að vinna síðustu fjóra leiki sína í deildinni. KR gat þakkað norska markverði sínum Andre Hansen að þeir lentu ekki undir fyrri hluta leiksins en þegar á leið sýndu Vesturbæingar styrk sinn og tryggðu sér sanngjarnan sigur. Breiðablik-KR 0-2 0-1 Gunnar Örn Jónsson (40.) 0-2 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (66.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 951 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 9-18 (6-9) Varin skot: Ingvar 5 - Hansen 5. Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 14-10 Rangstöður: 1-2 Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 5 Guðmann Þórisson 5 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 4 (63., Haukur Baldvinsson 4) Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 Andri Rafn Yeoman 7 Kristinn Steindórsson 6 (78., Evan Schwartz -) Elfar Freyr Helgason 6 (88., Aron Már Smárason -) KR (4-3-3): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 6Baldur Sigurðsson 7 - Maður leiksins - Atli Jóhannsson - (22., Guðmundur Benediktsson 6) Óskar Örn Hauksson 6 (86., Gunnar Kristjánsson -) Björgólfur Takefusa 5 Gunnar Örn Jónsson 6 (84., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum. KR-ingar byrjuðu vel og fengu fyrstu færin í leiknum. Baldur Sigurðsson hefði getað skorað tvö skallamark á fyrstu fjórtán mínútunum, fyrst bjargaði Guðmann Þórisson á marklínu og svo varði Ingvar Þór Kale frá honum. Óskar Örn Hauksson hefði auðveldlega geta nýtt frákastið úr markteignum en skaut framhjá. KR-ingar þurftu að gera breytingu eftir aðeins 20 mínútna leik þegar Atli Jóhannsson fór af velli eftir að hafa fengið putta í augað og það tók KR-liðið dágóðan tíma að finna taktinn á nýjan leik. Blikar komust við þetta meira inn í leikinn og bakvörðurinn Kristinn Jónsson var mjög ógnandi á þessum kafla. Kristinn var arkitektinn að bak við tveimur dauðafærum Blikum á tveimur mínútum, fyrst átti hann sendingu inn á Andra Rafn Yeoman, sem lét Andre Hansen verja frá sér og svo slapp hann sjálfur í gegn en skaut framhjá úr þröngu færi. KR-ingar fóru að braggast eftir þetta og varamaður Atla, Guðmundur Benediktsson, komst betur inn í leik liðsins. Það var síðan Gunnar Örn Jónsson sem skoraði glæsilegt mark á móti sínum gömlu félögum fimm mínútum fyrir hálfleik. Gunnar fékk þá boltann frá Björgólfi Takefusa og átti flott skot utan teigs sem fór af varnarmanni og upp í fjærhornið. Blikar fóru strax í stórsókn og Kristinn Steindórsson átti skot sem fór í utanverð fjærskeytin. Þeir höfðu ekki heppnina með sér þar frekar en í öðrum góðum færum sínum í fyrri hálfleiknum. Það tók Blikar aðeins 20 sekúndur að komast í dauðafæri í seinni hálfleik en Andre Hansen, markvörður KR, varði þá frábærlega frá Elfari Frey Helgasyni úr algjöru dauðafæri. Í kjölfarið náðu Blikar góðri pressu en náðu þó ekki að nýta sér það og jafna leikinn. KR-ingar biðu áttekta og spiluðu skynsamlega úr stöðunni enda 1-0 yfir og í góðum málum. Þeir sköpuðu mesta hættu eftir föst leikatriði og í kjölfarið á aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með góðum skalla eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir seinna mark KR-ingar áttu KR-ingar sigurinn vísann. Blikar gáfu mikið eftir og misstu augljósa trúnna á því að þeir gætu náð einhverju út úr leiknum. Blikar skoruðu reyndar mark eftir horn en skallamark fyrirliðans Kára Ársælssonar var dæmt af vegna rangstöðu. KR-ingar fögnuðu síðan góðum sigri og sáu til þess að misstu ekki af tveimur bikurum í sömu vikunni. KR á reyndar ekki mikla möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en þeir hafa sett ágæta pressu á FH-inga með að vinna síðustu fjóra leiki sína í deildinni. KR gat þakkað norska markverði sínum Andre Hansen að þeir lentu ekki undir fyrri hluta leiksins en þegar á leið sýndu Vesturbæingar styrk sinn og tryggðu sér sanngjarnan sigur. Breiðablik-KR 0-2 0-1 Gunnar Örn Jónsson (40.) 0-2 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (66.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 951 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 9-18 (6-9) Varin skot: Ingvar 5 - Hansen 5. Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 14-10 Rangstöður: 1-2 Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 5 Guðmann Þórisson 5 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 4 (63., Haukur Baldvinsson 4) Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 Andri Rafn Yeoman 7 Kristinn Steindórsson 6 (78., Evan Schwartz -) Elfar Freyr Helgason 6 (88., Aron Már Smárason -) KR (4-3-3): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 6Baldur Sigurðsson 7 - Maður leiksins - Atli Jóhannsson - (22., Guðmundur Benediktsson 6) Óskar Örn Hauksson 6 (86., Gunnar Kristjánsson -) Björgólfur Takefusa 5 Gunnar Örn Jónsson 6 (84., Guðmundur Reynir Gunnarsson)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira