Óttast pólitískan leik með stjórnarskrána Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2009 09:09 Ragnhildur Helgadóttir segir að almenn sátt verði að vera um stjórnarskrárbreytingar. Mynd/ GVA. Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni. „Það er mín skoðun, að með því að naumur meirihluti á þingi samþykki stjórnarskrárbreytingar í andstöðu við stóran stjórnmálaflokk, sé stjórnarskráin færð inn í hringiðju stjórnmálanna: Þess má þá vænta að næsti meirihluti geri þær breytingar sem honum hugnast án þess að takmarka sig við það sem næst almenn sátt um á þingi og þannig koll af kolli. Þannig getur stjórnarskráin orðið óstöðugri og pólitískari en verið hefur, sem er óæskileg þróun," segir Ragnhildur í umsögninni. Ragnhildur segir þó að sé það vilji Alþingis að samþykkja breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða hafi náðst um þær leggi hún til að breytingarnar verið takmarkaðar við ákvæðin um breytingar á stjórnarskránni og stjórnlagaþing. Ákvæði frumvarpsins sem lúta að eignaskilgreiningum á náttúruauðlindum annars vegar og þjóðaratkvæðagreiðslum hins vegar, verði ekki tekin í stjórnskipunarlög núna nema um þau náist sátt allra flokka. Að öðrum kosti sé opnað fyrir pólitískan leik með stjórnarskrána, sem ekki hafi tíðkast áður á Íslandi, og ástæða sé til að vara við. Sem kunnugt er hafa sjálfstæðismenn lagst gegn stjórnskipunarfrumvarpinu. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að fulltrúar stjórnarflokkanna í sérnefndinni hafi ætlað sér að taka málið úr nefnd í gærkvöld en sjálfstæðismenn hótað að tefja frumvarp um gjaldeyrishöft ef af því yrði. Kosningar 2009 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni. „Það er mín skoðun, að með því að naumur meirihluti á þingi samþykki stjórnarskrárbreytingar í andstöðu við stóran stjórnmálaflokk, sé stjórnarskráin færð inn í hringiðju stjórnmálanna: Þess má þá vænta að næsti meirihluti geri þær breytingar sem honum hugnast án þess að takmarka sig við það sem næst almenn sátt um á þingi og þannig koll af kolli. Þannig getur stjórnarskráin orðið óstöðugri og pólitískari en verið hefur, sem er óæskileg þróun," segir Ragnhildur í umsögninni. Ragnhildur segir þó að sé það vilji Alþingis að samþykkja breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða hafi náðst um þær leggi hún til að breytingarnar verið takmarkaðar við ákvæðin um breytingar á stjórnarskránni og stjórnlagaþing. Ákvæði frumvarpsins sem lúta að eignaskilgreiningum á náttúruauðlindum annars vegar og þjóðaratkvæðagreiðslum hins vegar, verði ekki tekin í stjórnskipunarlög núna nema um þau náist sátt allra flokka. Að öðrum kosti sé opnað fyrir pólitískan leik með stjórnarskrána, sem ekki hafi tíðkast áður á Íslandi, og ástæða sé til að vara við. Sem kunnugt er hafa sjálfstæðismenn lagst gegn stjórnskipunarfrumvarpinu. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að fulltrúar stjórnarflokkanna í sérnefndinni hafi ætlað sér að taka málið úr nefnd í gærkvöld en sjálfstæðismenn hótað að tefja frumvarp um gjaldeyrishöft ef af því yrði.
Kosningar 2009 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira