Ákvæði um stjórnlagaþing fellt út Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2009 18:54 Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn létu undan hótunum Sjálfstæðismanna um að tala um stjórnarskrána fram að kosningum og féllust á að fella ákvæði um stjórnlagaþing út úr stjórnlagafrumvarpinu á Alþingi í dag. Formenn þingflokka komu til fundar með forseta Alþingis í hádeginu í dag þar sem reynt var að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingrof en án árangurs. Að loknum þeim fundi stefndi því allt í áframhaldandi ræður af hálfu Sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu. Björn Bjarnason vísaði til nefndarálits meirihlutans á Alþingi um að með stjórnlagaþingi væri verið að verða við þeirri kröfu í samfélaginu að færa stjórnarskrárvaldið um tíma frá Alþingi. Björn sagði þetta niðurlægjandi fyrir Alþingi. Fljótlega eftir þessa ræðu Björns funduðu formenn þingflokkka aftur með forseta Alþingis þar sem Framsóknarmenn gáfu eftir kröfu sína um að ákvæði um stjórnlagaþing yrði áfram í frumvarpinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að stjórnlagaþingið verði aftur tekið upp á Alþingi eftir kosningar. Þegar Framsóknarmenn hafa gefið þetta eftir standa enn eftir ákvæði um hvernig breyta á stjórnarskrá í framtíðinni, um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo um auðlindir í þjóðareign, og spurning hvort gefa þurfi meira eftir til að fá sjálfstæðismenn til að láta af ræðum sínum um stjórnlagafrumvarpið. Kosningar 2009 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn létu undan hótunum Sjálfstæðismanna um að tala um stjórnarskrána fram að kosningum og féllust á að fella ákvæði um stjórnlagaþing út úr stjórnlagafrumvarpinu á Alþingi í dag. Formenn þingflokka komu til fundar með forseta Alþingis í hádeginu í dag þar sem reynt var að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingrof en án árangurs. Að loknum þeim fundi stefndi því allt í áframhaldandi ræður af hálfu Sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu. Björn Bjarnason vísaði til nefndarálits meirihlutans á Alþingi um að með stjórnlagaþingi væri verið að verða við þeirri kröfu í samfélaginu að færa stjórnarskrárvaldið um tíma frá Alþingi. Björn sagði þetta niðurlægjandi fyrir Alþingi. Fljótlega eftir þessa ræðu Björns funduðu formenn þingflokkka aftur með forseta Alþingis þar sem Framsóknarmenn gáfu eftir kröfu sína um að ákvæði um stjórnlagaþing yrði áfram í frumvarpinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að stjórnlagaþingið verði aftur tekið upp á Alþingi eftir kosningar. Þegar Framsóknarmenn hafa gefið þetta eftir standa enn eftir ákvæði um hvernig breyta á stjórnarskrá í framtíðinni, um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo um auðlindir í þjóðareign, og spurning hvort gefa þurfi meira eftir til að fá sjálfstæðismenn til að láta af ræðum sínum um stjórnlagafrumvarpið.
Kosningar 2009 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira