Umfjöllun: FH beið afhroð gegn FK Aktobe Ómar Þorgeirsson skrifar 15. júlí 2009 22:01 Matthías Vilhjálmsson með boltann í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. FH-ingar voru ólíkir sjálfum sér og fundu varla taktinn í leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en fyrstu tæpu tíu mínútur seinni hálfleiks voru afdrifaríkar þar sem FH lenti undir og missti Viktor Örn Guðmundsson út af með rautt spjald. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir leikmenn FK Aktobe. Leikurinn fór rólega af stað en FH-ingar virkuðu þó sterkari aðilinn á upphafsmínútunum. Það reyndist hins vegar skammgóður vermir því eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn komust gestirnir í FK Aktobe betur og betur inn í leikinn og liðin skiptust á að sækja. FH-ingar voru annars mun varari um sig varnarlega en þeir eru vanir úr leikjum sínum í Pepsi-deildinni og lítið var um þá sóknartilburði sem einkennt hafa leik liðsins í sumar, enda mikilvægt að halda markinu hreinu í Evrópuleikjunum. Gestirnir áttu hættulegustu færi fyrri hálfleiks, fyrst þegar Daði Lárusson varði vel fasta aukaspyrnu á vítateigslínunni eftir að stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og síðan þegar miðjumaðurinn Andrei Lavrik slapp inn fyrir vörnina en skot hans fór langt framhjá marki FH. Nokkuð var um harðar tæklingar í fyrri hálfleik og Lavrik mátti teljast heppinn að sleppa aðeins með gult spjald á lokaandartökum hálfleiksins þegar hann sparkaði greinilega í Matthías Vilhjálmsson, sem lá á vellinum eftir návígi á miðsvæðinu. Staðan var sem sagt markalaus þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar eins og segir vægast sagt skelfilega fyrir FH-inga þar sem framherjinn Murat Tleshev skoraði með skalla eftir sendingu af vinstri kantinum, 0-1 fyrir gestina eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Stuttu síðar dró aftur til tíðinda þegar Viktor Örn Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Lavrik og raun sorglegt að ágætur dómari leiksins, hinn pólski Robert Makek, hafi ekki séð í gegnum augjósan leikaraskap Lavrik. Leikmenn FK Aktobe notuðu hvert tækifæri til þess að grýta sér í völlinn við minnstu snertingar en Makek var þó fyrir utan seinna gula spjaldið á Viktor Örn oftast nær vel með á nótunum hvað það varðaði. Gestirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 57. mínútu skoraði Konstantin Golovskoy annað mark FK Aktobe eftir vel útfærða skyndisókn upp hægri kantinn. Róðurinn því orðinn þungur hjá tíu FH-ingum og hann þyngdist enn frekar á 70. mínútu þegar Marat Khayrullin lék á rangstöðugildru FH-inga, fór svo framhjá Daða og renndi boltanum í autt markið, 0-3 gestunum í vil. Leikmenn FK Aktobe náðu að halda boltanum ágætlega innan liðs síns á lokakaflanum enda einum leikmanni fleiri og FH-ingum gekk illa að skapa sér marktækifæri. Leikmenn FK Aktobe voru hins vegar ekki hættir og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Golovkskoy sitt annað mark í leiknum og fjórða og síðasta mark gestanna. Niðurstaðan var svekkjandi 0-4 tap hjá FH, gegn liði sem það ætti á góðum degi að vinna.Tölfræðin:FH - FK Aktobe 0-4 0-1 Murat Tleshev (48.) 0-2 Konstantin Golovskoy (57.) 0-3 Marat Khayrullin (70.) 0-4 Konstantin Golovskoy (85.). Rautt spjald: Viktor Örn Guðmundsson (53.) Kaplakrikavöllur, áhorfendur ???? Dómari: Robert Makek Skot (á mark): 6-14 (3-6) Varin skot: Daði 2 - Andrei 3 Horn: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 18-17 Rangstöður: 2-1FH (4-3-3) Daði Lárusson Pétur Viðarsson Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen Viktor Örn Guðmundsson Davíð Þór Viðarsson Matthías Vilhjálmsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (57., Matthías Guðmundsson) Atli Viðar Björnsson (71., Björn Daníel Sverrisson) Alexander Söderlund (57., Tryggvi Guðmundsson) Atli GuðnasonFK Aktobe (4-5-1) Andrei Sidelnikov Anton Chichulin Samat Smakov Yuri Logvinenko Emil Kenzhisariev Ulugbek Asanbayev Andrei Lavrik (82., Alexandr Mitrofoanov) Konstantin Golovskoy Yevgeniy Averchenko (68., Sergey Strukov) Marat Khayrullin (86., Nikita Khokhlov) Murat Tleshev Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. FH-ingar voru ólíkir sjálfum sér og fundu varla taktinn í leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en fyrstu tæpu tíu mínútur seinni hálfleiks voru afdrifaríkar þar sem FH lenti undir og missti Viktor Örn Guðmundsson út af með rautt spjald. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir leikmenn FK Aktobe. Leikurinn fór rólega af stað en FH-ingar virkuðu þó sterkari aðilinn á upphafsmínútunum. Það reyndist hins vegar skammgóður vermir því eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn komust gestirnir í FK Aktobe betur og betur inn í leikinn og liðin skiptust á að sækja. FH-ingar voru annars mun varari um sig varnarlega en þeir eru vanir úr leikjum sínum í Pepsi-deildinni og lítið var um þá sóknartilburði sem einkennt hafa leik liðsins í sumar, enda mikilvægt að halda markinu hreinu í Evrópuleikjunum. Gestirnir áttu hættulegustu færi fyrri hálfleiks, fyrst þegar Daði Lárusson varði vel fasta aukaspyrnu á vítateigslínunni eftir að stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og síðan þegar miðjumaðurinn Andrei Lavrik slapp inn fyrir vörnina en skot hans fór langt framhjá marki FH. Nokkuð var um harðar tæklingar í fyrri hálfleik og Lavrik mátti teljast heppinn að sleppa aðeins með gult spjald á lokaandartökum hálfleiksins þegar hann sparkaði greinilega í Matthías Vilhjálmsson, sem lá á vellinum eftir návígi á miðsvæðinu. Staðan var sem sagt markalaus þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar eins og segir vægast sagt skelfilega fyrir FH-inga þar sem framherjinn Murat Tleshev skoraði með skalla eftir sendingu af vinstri kantinum, 0-1 fyrir gestina eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Stuttu síðar dró aftur til tíðinda þegar Viktor Örn Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Lavrik og raun sorglegt að ágætur dómari leiksins, hinn pólski Robert Makek, hafi ekki séð í gegnum augjósan leikaraskap Lavrik. Leikmenn FK Aktobe notuðu hvert tækifæri til þess að grýta sér í völlinn við minnstu snertingar en Makek var þó fyrir utan seinna gula spjaldið á Viktor Örn oftast nær vel með á nótunum hvað það varðaði. Gestirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 57. mínútu skoraði Konstantin Golovskoy annað mark FK Aktobe eftir vel útfærða skyndisókn upp hægri kantinn. Róðurinn því orðinn þungur hjá tíu FH-ingum og hann þyngdist enn frekar á 70. mínútu þegar Marat Khayrullin lék á rangstöðugildru FH-inga, fór svo framhjá Daða og renndi boltanum í autt markið, 0-3 gestunum í vil. Leikmenn FK Aktobe náðu að halda boltanum ágætlega innan liðs síns á lokakaflanum enda einum leikmanni fleiri og FH-ingum gekk illa að skapa sér marktækifæri. Leikmenn FK Aktobe voru hins vegar ekki hættir og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Golovkskoy sitt annað mark í leiknum og fjórða og síðasta mark gestanna. Niðurstaðan var svekkjandi 0-4 tap hjá FH, gegn liði sem það ætti á góðum degi að vinna.Tölfræðin:FH - FK Aktobe 0-4 0-1 Murat Tleshev (48.) 0-2 Konstantin Golovskoy (57.) 0-3 Marat Khayrullin (70.) 0-4 Konstantin Golovskoy (85.). Rautt spjald: Viktor Örn Guðmundsson (53.) Kaplakrikavöllur, áhorfendur ???? Dómari: Robert Makek Skot (á mark): 6-14 (3-6) Varin skot: Daði 2 - Andrei 3 Horn: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 18-17 Rangstöður: 2-1FH (4-3-3) Daði Lárusson Pétur Viðarsson Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen Viktor Örn Guðmundsson Davíð Þór Viðarsson Matthías Vilhjálmsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (57., Matthías Guðmundsson) Atli Viðar Björnsson (71., Björn Daníel Sverrisson) Alexander Söderlund (57., Tryggvi Guðmundsson) Atli GuðnasonFK Aktobe (4-5-1) Andrei Sidelnikov Anton Chichulin Samat Smakov Yuri Logvinenko Emil Kenzhisariev Ulugbek Asanbayev Andrei Lavrik (82., Alexandr Mitrofoanov) Konstantin Golovskoy Yevgeniy Averchenko (68., Sergey Strukov) Marat Khayrullin (86., Nikita Khokhlov) Murat Tleshev
Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira