Svisslendingurinn Roger Federer hélt sigurgöngu sinni áfram á opna bandaríska meistaramótinu í nótt þegar hann vann Serbann Novak Djokovic í þremur settum, 7-6, 7-5 og 7-5, í hörkuspennandi undanúrslitaleik í einliðaleik karla.
Federer setur stefnuna á að vinna mótið í sjötta árið í röð og vinna þar með sinn sextánda „grand slam" mót á ferlinum.
Federer mætir hinum tvítuga Juan Martin Del Potro í úrslitaleiknum en Del Porto vann öruggan sigur gegn Spánverjanum Rafael Nadal í undanúrslitaleik.