Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda 23. apríl 2009 18:34 Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn. Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn.
Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira