Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda 23. apríl 2009 18:34 Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn. Kosningar 2009 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira