Sara Björk var dúndruð niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2009 19:45 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur vakið mikla athygli á Algarve-bikarnum. Mynd/Stefán Það er ekki ljóst hversu alvarleg meiðsli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eða Sifjar Atladóttur eru en þær þurftu báðar að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik í leik Íslands og Bandaríkjanna á Algarve-bikarnum í dag. Brotið á Söru Björk var sérstaklega gróft. "Sara var bara dúndruð niður. Það var fólskulegt brot og hún fékk gult spjald fyrir það," lýsir landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson og bætir við. "Hún fór í ökklann á henni á meðan Sara steig í fótinn og það var bara mjög gróft brot. Hún fór útaf á börum," sagði Sigurður Ragnar. Það var Shannon Boxx sem braut á Söru og fékk að líta gult spjald fyrir. Boxx er 32 ára varnartengiliður sem var þarna að spila sinn 112 landsleik. Hún mun leika með Los Angeles Sol í nýju bandarísku deildinni. Sara Björk átti frábæran leik á móti Noregi og var þarna enn á ný á undan andstæðingnum í boltann. "Þær komu báðar af fullum hraða í tæklinguna og Sara var aðeins á undan í boltann. Hún sparkaði boltanum frá og bandaríski leikmaðurinn lendir beint í ökklanum á Söru með takkann á undan sér og á fullri ferð. Þetta hefði getað farið ennþá verr," segir Sigurður Ragnar um atvikið. Skömmu áður hafði Sigurður Ragnar einnig þurft að skipta útaf Sif Atladóttur sem kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn. "Sif fór í eitthvað samstuð og lenti illa á hnénu. Hún þurfti líka að fara útaf. Þær verða eflaust frá í nokkra dagar en við sjáum betur stöðuna á morgun þegar við vitum betur hvernig þeim líður," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Það er ekki ljóst hversu alvarleg meiðsli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eða Sifjar Atladóttur eru en þær þurftu báðar að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik í leik Íslands og Bandaríkjanna á Algarve-bikarnum í dag. Brotið á Söru Björk var sérstaklega gróft. "Sara var bara dúndruð niður. Það var fólskulegt brot og hún fékk gult spjald fyrir það," lýsir landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson og bætir við. "Hún fór í ökklann á henni á meðan Sara steig í fótinn og það var bara mjög gróft brot. Hún fór útaf á börum," sagði Sigurður Ragnar. Það var Shannon Boxx sem braut á Söru og fékk að líta gult spjald fyrir. Boxx er 32 ára varnartengiliður sem var þarna að spila sinn 112 landsleik. Hún mun leika með Los Angeles Sol í nýju bandarísku deildinni. Sara Björk átti frábæran leik á móti Noregi og var þarna enn á ný á undan andstæðingnum í boltann. "Þær komu báðar af fullum hraða í tæklinguna og Sara var aðeins á undan í boltann. Hún sparkaði boltanum frá og bandaríski leikmaðurinn lendir beint í ökklanum á Söru með takkann á undan sér og á fullri ferð. Þetta hefði getað farið ennþá verr," segir Sigurður Ragnar um atvikið. Skömmu áður hafði Sigurður Ragnar einnig þurft að skipta útaf Sif Atladóttur sem kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn. "Sif fór í eitthvað samstuð og lenti illa á hnénu. Hún þurfti líka að fara útaf. Þær verða eflaust frá í nokkra dagar en við sjáum betur stöðuna á morgun þegar við vitum betur hvernig þeim líður," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira