Höfuðpaur í stóra fíkniefnamálinu talinn skipuleggja dópsmygl 10. maí 2009 18:54 Einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða frá árinu 1999 var búsettur í Brasilíu í mörg ár og er grunaður um að eiga aðild að skipulögðu dópsmygli frá Brasilíu til Íslands. Mörg íslensk burðardýr hafa verið tekin í landinu undanfarin ár. Í fréttum okkur í vikunni sögðum við frá því að það væri ekkert einsdæmi að Íslendingar reyndu kókaínsmygl frá Brasilíu til Íslands. Leiðin sem Ragnar Erling Hermannson ætlaði með kílóin sín frá Brasilíu til Malagá hefur margoft verið farin áður. Ragnar komst hins vegar ekki langt. Hann var handtekinn á flugvelli borgarinnar Recife í Brasilíu. Athygli vekur að Sverrir Þór Gunnarsson einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu svokallaða hefur verið búsettur í Recife undanfarin ár. Hann fluttist þangað eftir að hafa lokið afplánun á sjö ára fangelsisdómi fyrir aðild að stórfelldu kókaínsmygli. En þótt Sverrir hafi flutt frá Litla-Hrauni til Brasilíu hefur hann haldið tengslum við Ísland. Hann á til að mynda nokkrar fasteignir í Reykjavík og í einni þeirra gómaði lögreglan hóp af vændiskonum í hitt í fyrra. Vændiskonurnar voru allar frá Brasilíu. Þá hafa nokkrir af samverkamönnum Sverris úr stóra fíkniefnamálinu haldið uppteknum hætti. Nokkrir þeirra hafa verið handteknir og dæmdir nýlega fyrir tilraun til að smygla miklu magni af kókaíni til landsins. Í einu nýlegu smyglmáli kom til dæmis fram að smyglarinn millifærði tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris í Panama. Smyglarinn útskýrði það svo í Héraðsdómi sem greiðslu vegna byggingaframkvæmda í Brasilíu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að vegna fyrri tengsla Sverris við bæði og gömul og nýleg kókaínmál hafi lögreglan hann haft hann undir eftirliti í tengslum við þau fíkniefnamál sem komið hafa upp í Brasilíu á undanförnum árum. Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það sem svo að smyglarar þurfi á einhverjum að halda sem geti komið íslenskum kaupendum og burðardýrum í sambönd við söluaðila kókaíns sem þeir geti treyst. Lögregla þurfi meðal annars að kanna hvort Sverrir hafi gegnt slíku hlutverki. Sverrir Þór Gunnarsson flutt nýlega frá Brasilíu og borginni Recife til Amsterdam en Amsterdam er einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins. Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða frá árinu 1999 var búsettur í Brasilíu í mörg ár og er grunaður um að eiga aðild að skipulögðu dópsmygli frá Brasilíu til Íslands. Mörg íslensk burðardýr hafa verið tekin í landinu undanfarin ár. Í fréttum okkur í vikunni sögðum við frá því að það væri ekkert einsdæmi að Íslendingar reyndu kókaínsmygl frá Brasilíu til Íslands. Leiðin sem Ragnar Erling Hermannson ætlaði með kílóin sín frá Brasilíu til Malagá hefur margoft verið farin áður. Ragnar komst hins vegar ekki langt. Hann var handtekinn á flugvelli borgarinnar Recife í Brasilíu. Athygli vekur að Sverrir Þór Gunnarsson einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu svokallaða hefur verið búsettur í Recife undanfarin ár. Hann fluttist þangað eftir að hafa lokið afplánun á sjö ára fangelsisdómi fyrir aðild að stórfelldu kókaínsmygli. En þótt Sverrir hafi flutt frá Litla-Hrauni til Brasilíu hefur hann haldið tengslum við Ísland. Hann á til að mynda nokkrar fasteignir í Reykjavík og í einni þeirra gómaði lögreglan hóp af vændiskonum í hitt í fyrra. Vændiskonurnar voru allar frá Brasilíu. Þá hafa nokkrir af samverkamönnum Sverris úr stóra fíkniefnamálinu haldið uppteknum hætti. Nokkrir þeirra hafa verið handteknir og dæmdir nýlega fyrir tilraun til að smygla miklu magni af kókaíni til landsins. Í einu nýlegu smyglmáli kom til dæmis fram að smyglarinn millifærði tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris í Panama. Smyglarinn útskýrði það svo í Héraðsdómi sem greiðslu vegna byggingaframkvæmda í Brasilíu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að vegna fyrri tengsla Sverris við bæði og gömul og nýleg kókaínmál hafi lögreglan hann haft hann undir eftirliti í tengslum við þau fíkniefnamál sem komið hafa upp í Brasilíu á undanförnum árum. Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það sem svo að smyglarar þurfi á einhverjum að halda sem geti komið íslenskum kaupendum og burðardýrum í sambönd við söluaðila kókaíns sem þeir geti treyst. Lögregla þurfi meðal annars að kanna hvort Sverrir hafi gegnt slíku hlutverki. Sverrir Þór Gunnarsson flutt nýlega frá Brasilíu og borginni Recife til Amsterdam en Amsterdam er einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins.
Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira