Fullveldissinnar hætta við framboð 3. apríl 2009 16:57 L-listi fullveldissinna hefur ákveðið að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum eins og ætlunin var að gera. Í tilkynningu frá L-listanum kemur fram að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin á fundi í dag. Hreyfingin muni hinsvegar starfa áfram sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing. Pressan.is birti tilkynninguna fyrir stundu þar sem þetta kemur fram. „Við vildum að okkar stuðningsmenn myndu heyra fyrst af þessu. Ég vissi ekki að Björn Ingi Hrafnsson væri á þeim lista, og reyndar efast um að svo sé. Hann á samt greinilega einhverja vini þarna," segir Bjarni Harðarson einn af forsprökkum hópsins í samtali við fréttastofu. Í tilkynningu frá L-listanum segir að L-listinn treysti sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem ólýðræðislegar aðstæður skapa nýjum framboðum á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því ákvörðun var tekin um kosningar. Þaulseta Alþingis fram undir kosningar með allri þeirri athygli sem störf þess fá skipta hér miklu. „Annað sem skiptir máli er sá múr sem 5% lágmark setur nýjum framboðum og krafa um 126 frambjóðendur í sex kjördæmum. Þá skapar opinber fjárstuðningur ríkisins til eldri stjórnmálahreyfinga mikinn aðstöðumun framboða. Síðast en ekki síst vegur þungt hvernig fjölmiðlar hafa hundsað óskir okkar um jafnræði í umfjöllun. Þegar boðað var til framboðs L-listans var því spáð að bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri hreyfingin grænt framboð myndu kúvenda í afstöðu til aðildar Íslands að ESB. Niðurstöður þessara flokka urðu aftur á móti að halda í fyrri stefnur um andstöðu við aðild. Í því er fólginn mikill varnarsigur eftir stórsókn ESB sinna á nýliðnu ári. Svo virðist sem aðildarsinnum hafi um sinn mistekist að nýta sér ótta almennings í fjármálahruninu til að grafa undan fullveldi Íslands. Í bæði Sjálfstæðisflokki og VG var þó gefinn óþarflega mikill slaki gagnvart þeim þjóðhættulegu hugmyndum sem nú ríða yfir að Ísland skuli setjast á kosningavagn Brusselvaldsins. L-listi fullveldissinna varar við allri tilslökun í þessu máli og hvetur stuðningsmenn sína til að kjósa ekki þau framboð sem hafa beinar aðildarviðræður að ESB á stefnuskrá sinni. L-listi fullveldissinna þakkar fjölmörgum stuðningsmönnum framboðsins ómælda elju og baráttu og minnir á að barátta smáþjóðar fyrir frelsi sínu og fullveldi er ævarandi." Undir þetta skrifa þau Þórhallur Heimisson, Kristbjörg Gísladóttir, Már Wolfgang Mixa, Sigurbjörn Svavarsson, Bjarni Harðarson og Guðrún Guðmundsdóttir. Kosningar 2009 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
L-listi fullveldissinna hefur ákveðið að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum eins og ætlunin var að gera. Í tilkynningu frá L-listanum kemur fram að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin á fundi í dag. Hreyfingin muni hinsvegar starfa áfram sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing. Pressan.is birti tilkynninguna fyrir stundu þar sem þetta kemur fram. „Við vildum að okkar stuðningsmenn myndu heyra fyrst af þessu. Ég vissi ekki að Björn Ingi Hrafnsson væri á þeim lista, og reyndar efast um að svo sé. Hann á samt greinilega einhverja vini þarna," segir Bjarni Harðarson einn af forsprökkum hópsins í samtali við fréttastofu. Í tilkynningu frá L-listanum segir að L-listinn treysti sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem ólýðræðislegar aðstæður skapa nýjum framboðum á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því ákvörðun var tekin um kosningar. Þaulseta Alþingis fram undir kosningar með allri þeirri athygli sem störf þess fá skipta hér miklu. „Annað sem skiptir máli er sá múr sem 5% lágmark setur nýjum framboðum og krafa um 126 frambjóðendur í sex kjördæmum. Þá skapar opinber fjárstuðningur ríkisins til eldri stjórnmálahreyfinga mikinn aðstöðumun framboða. Síðast en ekki síst vegur þungt hvernig fjölmiðlar hafa hundsað óskir okkar um jafnræði í umfjöllun. Þegar boðað var til framboðs L-listans var því spáð að bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri hreyfingin grænt framboð myndu kúvenda í afstöðu til aðildar Íslands að ESB. Niðurstöður þessara flokka urðu aftur á móti að halda í fyrri stefnur um andstöðu við aðild. Í því er fólginn mikill varnarsigur eftir stórsókn ESB sinna á nýliðnu ári. Svo virðist sem aðildarsinnum hafi um sinn mistekist að nýta sér ótta almennings í fjármálahruninu til að grafa undan fullveldi Íslands. Í bæði Sjálfstæðisflokki og VG var þó gefinn óþarflega mikill slaki gagnvart þeim þjóðhættulegu hugmyndum sem nú ríða yfir að Ísland skuli setjast á kosningavagn Brusselvaldsins. L-listi fullveldissinna varar við allri tilslökun í þessu máli og hvetur stuðningsmenn sína til að kjósa ekki þau framboð sem hafa beinar aðildarviðræður að ESB á stefnuskrá sinni. L-listi fullveldissinna þakkar fjölmörgum stuðningsmönnum framboðsins ómælda elju og baráttu og minnir á að barátta smáþjóðar fyrir frelsi sínu og fullveldi er ævarandi." Undir þetta skrifa þau Þórhallur Heimisson, Kristbjörg Gísladóttir, Már Wolfgang Mixa, Sigurbjörn Svavarsson, Bjarni Harðarson og Guðrún Guðmundsdóttir.
Kosningar 2009 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira