Björn: Aldrei spurning í síðari hálfleik Elvar Geir Magnússon skrifar 7. júlí 2009 21:57 Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis. Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira