Meistaradeild Evrópu: Liverpool brotlenti í Flórens Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2009 20:44 Óvæntustu úrslit kvöldsins komu þegar Fiorentina vann 2-0 sigur gegn Liverpool. Nordic photos/AFP Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool var langt frá sínu besta í fyrri hálfleiknum en var betri aðilinn í seinni hálfleik án þess þó að skora en þetta var í fyrsta skiptið í tuttugu og einum leik í Meistaradeildinni sem Englendingarnir ná ekki að skora. Það tók leikmenn Arsenal smá tíma að brjóta á bak aftur vörn gestanna í Olympiakos í leik liðanna í H-riðli á Emirates-leikvanginum í kvöld en Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir heimamenn með marki í 78. mínútu. Það var svo Andrei Arshavin sem bætti við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með 2-0 sigur og Lundúnafélagið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðlakeppninni. Í F-riðli vann Barcelona sinn fyrsta sigur þegar Dinamo Kiev kom í heimsókn á Nývang. Lionel Messi kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Pedro bætti við öðru marki og niðurstaðan var 2-0 sigur heimamanna. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Inter sóttu ekki gull í greipar Rubin Kazan en félögin skildu jöfn 1-1 í Rússlandi. Heimamenn í Rubin Kazan komust yfir með marki Alejandro Dominquez strax á 11. mínútu en Dejan Stefanovic jafnaði metin með marki á 27. mínútu og þar við sat. Leikmenn Inter léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Mario Baloteli hafði fengið sitt annað gula spjald og verið vikið af velli. Þá gerði Sevilla góða ferð til Skotlands og vann 1-4 sigur gegn Rangers en Spánverjarnir komust í 0-4 í leiknum.Úrslit kvöldsins:E-riðill: Fiorentina-Liverpool 2-0 1-0 Stevan Jovetic (28.), 2-0 Jovetic (37.).Debreceni-Lyon 0-4 0-1 Kim Kallström (3.), 0-2 Miralem Pjanic (13.), 0-3 sjálfsm. (24.), 0-4 Bafetimbi Gomis (51.).F-riðill: Rubin Kazan-Inter 1-1 1-0 Alejandro Dominguez (11.), 1-1 Dejan Stankovic (27.).Barcelona-Dinamo Kiev 2-0 1-0 Lionel Messi (26.), 2-0 Pedro (76.).G-riðill: FC Unirea-Stuttgart 1-1 0-1 Serdar Tasci (5.), 1-1 Dacian Varga (48.).Glasgow Rangers-Sevilla 1-4 0-1 Abdoulay Konko (50.), 0-2 Claro Adriano Correia (64.), 0-3 Luis Fabiano (72.), 0-4 Frederic Kanoute (74.), 1-4 Nacho Novo (88.).H-riðill: Arsenal-Olympiakos 2-0 1-0 Robin van Persie (78.), 2-0 Andrei Arshavin (86.).AZ Alkmaar-Standard Liège 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (48.), Moussa Traore (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Sjá meira
Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool var langt frá sínu besta í fyrri hálfleiknum en var betri aðilinn í seinni hálfleik án þess þó að skora en þetta var í fyrsta skiptið í tuttugu og einum leik í Meistaradeildinni sem Englendingarnir ná ekki að skora. Það tók leikmenn Arsenal smá tíma að brjóta á bak aftur vörn gestanna í Olympiakos í leik liðanna í H-riðli á Emirates-leikvanginum í kvöld en Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir heimamenn með marki í 78. mínútu. Það var svo Andrei Arshavin sem bætti við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með 2-0 sigur og Lundúnafélagið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðlakeppninni. Í F-riðli vann Barcelona sinn fyrsta sigur þegar Dinamo Kiev kom í heimsókn á Nývang. Lionel Messi kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Pedro bætti við öðru marki og niðurstaðan var 2-0 sigur heimamanna. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Inter sóttu ekki gull í greipar Rubin Kazan en félögin skildu jöfn 1-1 í Rússlandi. Heimamenn í Rubin Kazan komust yfir með marki Alejandro Dominquez strax á 11. mínútu en Dejan Stefanovic jafnaði metin með marki á 27. mínútu og þar við sat. Leikmenn Inter léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Mario Baloteli hafði fengið sitt annað gula spjald og verið vikið af velli. Þá gerði Sevilla góða ferð til Skotlands og vann 1-4 sigur gegn Rangers en Spánverjarnir komust í 0-4 í leiknum.Úrslit kvöldsins:E-riðill: Fiorentina-Liverpool 2-0 1-0 Stevan Jovetic (28.), 2-0 Jovetic (37.).Debreceni-Lyon 0-4 0-1 Kim Kallström (3.), 0-2 Miralem Pjanic (13.), 0-3 sjálfsm. (24.), 0-4 Bafetimbi Gomis (51.).F-riðill: Rubin Kazan-Inter 1-1 1-0 Alejandro Dominguez (11.), 1-1 Dejan Stankovic (27.).Barcelona-Dinamo Kiev 2-0 1-0 Lionel Messi (26.), 2-0 Pedro (76.).G-riðill: FC Unirea-Stuttgart 1-1 0-1 Serdar Tasci (5.), 1-1 Dacian Varga (48.).Glasgow Rangers-Sevilla 1-4 0-1 Abdoulay Konko (50.), 0-2 Claro Adriano Correia (64.), 0-3 Luis Fabiano (72.), 0-4 Frederic Kanoute (74.), 1-4 Nacho Novo (88.).H-riðill: Arsenal-Olympiakos 2-0 1-0 Robin van Persie (78.), 2-0 Andrei Arshavin (86.).AZ Alkmaar-Standard Liège 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (48.), Moussa Traore (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Sjá meira