Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir.
Bjarni segir að það hafi verið rangt af flokknum að veita styrkjunum móttöku. Frelsi að þiggja styrk frá fyrirtækum hafi ekki verið fylgt eftir með nógu mikilli ábyrgð.
Bjarni vill ekki ganga svo langt og segia að Geir hafi sýnt dómgreindarskort með því að samþykja móttöku styrkjanna. Mistök hafi átt sér stað og Geir hafi axlað sína ábyrgð.
„Þetta mál hefur verið að þvælast fyrir okkur," segir Bjarni og bætir við að verkefni sjálfstæðismanna sé að endurheimta traust kjósenda.