Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 20:45 Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar. Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Íslandsmeistarar KR fóru illa af stað í leiknum og Garðabæjarliðið komst í 17-2. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, brá á það ráð að taka leikhlé og eftir það fóru heimamenn að spila betur. Garðabæjarliðið hafði þó sjö stiga forystu í hálfleik 48-41. KR skoraði fyrstu sjö stigin í seinni hálfleiknum og jafnaði metin áður en liðið tók síðan forystu í fyrsta sinn í leiknum 51-50. Mikil spenna var komin í leikinn og hann hraður og skemmtilegur. Fyrir þriðja leikhlutann hafði KR þriggja stiga forystu 64-61. Í lokaleikhlutanum voru Stjörnumenn hinsvegar betri og unnu á endanum góðan sigur í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir tímabilið. Hart var barist, mikill hiti í mönnum í lokin og ljóst að þessi leikur er ekki bara einhver æfingaleikur. Lið KR er langt frá því það sama og varð Íslandsmeistari síðasta vetur. Nánast allt byrjunarliðið er horfið á braut og nýr þjálfari tekinn við. Þó liðið sé alls ekki eins sterkt þetta tímabilið hefur það marga hæfileikaríka leikmenn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er með mjög skemmtilegt lið í höndunum og spennandi verður að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. KR - Stjarnan 80-89 Stigahæstir hjá KR:Brynjar Björnsson 29 Tommy Johnson 13 Finnur Magnússon 11 Semaj Inge 10 Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 33 Fannar Freyr Helgason 22 Justin Shouse 15 Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Íslandsmeistarar KR fóru illa af stað í leiknum og Garðabæjarliðið komst í 17-2. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, brá á það ráð að taka leikhlé og eftir það fóru heimamenn að spila betur. Garðabæjarliðið hafði þó sjö stiga forystu í hálfleik 48-41. KR skoraði fyrstu sjö stigin í seinni hálfleiknum og jafnaði metin áður en liðið tók síðan forystu í fyrsta sinn í leiknum 51-50. Mikil spenna var komin í leikinn og hann hraður og skemmtilegur. Fyrir þriðja leikhlutann hafði KR þriggja stiga forystu 64-61. Í lokaleikhlutanum voru Stjörnumenn hinsvegar betri og unnu á endanum góðan sigur í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir tímabilið. Hart var barist, mikill hiti í mönnum í lokin og ljóst að þessi leikur er ekki bara einhver æfingaleikur. Lið KR er langt frá því það sama og varð Íslandsmeistari síðasta vetur. Nánast allt byrjunarliðið er horfið á braut og nýr þjálfari tekinn við. Þó liðið sé alls ekki eins sterkt þetta tímabilið hefur það marga hæfileikaríka leikmenn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er með mjög skemmtilegt lið í höndunum og spennandi verður að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. KR - Stjarnan 80-89 Stigahæstir hjá KR:Brynjar Björnsson 29 Tommy Johnson 13 Finnur Magnússon 11 Semaj Inge 10 Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 33 Fannar Freyr Helgason 22 Justin Shouse 15
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira