FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn árið 2007. Fram kom í fréttum okkar í gærkvöld að félagið lagði þrjátíu milljónir inn á reikning flokksins í lok árs 2006. Frjálsyndi flokkurinn fékk heldur ekki styrk frá FL Group árið 2007.
Samfylkingin, VG, Framsóknarflokkurinn og Íslandhreyfingin fengu öll 300 þúsund króna hámarksstyrk frá FL Group árið 2007 samkvæmt sundurliðuðum framlögum til flokkanna sem Ríkisendurskoðun birti fyrir skömmu.