Apple blæs á svartsýnisspár 23. janúar 2009 06:00 Steve Jobs, sem farinn er í veikindaleyfi fram til júníloka, sýnir hér iPhone-margmiðlunarsíma Apple. Fréttablaðið/AP Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Menn eru almennt sammála um að skipan Timothys Geithners í stöðu fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Baracks Obama og boðaðar björgunaraðgerðir hafi ýtt undir bjartsýni í röðum fjárfesta til skemmri tíma litið. Hagnaður Apple nam 1,6 milljörðum dala, jafnvirði 200 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi, sem er sá fyrsti í bókum Apple. Þetta er 30 milljónum dölum meira en árið á undan og þvert á spá Bloomberg-fréttaveitunnar um samdrátt upp á 21 prósent. Þá rufu tekjurnar tíu milljarða múrinn og hafa aldrei verið meiri í sögu fyrirtækisins. Þá nam hagnaður IBM 4,4 milljörðum dala á fjórðungnum, sem er 57 prósenta aukning milli ára. Gengi hlutabréfa í báðum fyrirtækjum rauk upp um meira en níu prósent og tóku þau önnur tæknifyrirtæki með sér í uppsveiflunni. Við það fór S&P-vísitalan upp um rúm fjögur prósent. - jab Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Menn eru almennt sammála um að skipan Timothys Geithners í stöðu fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Baracks Obama og boðaðar björgunaraðgerðir hafi ýtt undir bjartsýni í röðum fjárfesta til skemmri tíma litið. Hagnaður Apple nam 1,6 milljörðum dala, jafnvirði 200 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi, sem er sá fyrsti í bókum Apple. Þetta er 30 milljónum dölum meira en árið á undan og þvert á spá Bloomberg-fréttaveitunnar um samdrátt upp á 21 prósent. Þá rufu tekjurnar tíu milljarða múrinn og hafa aldrei verið meiri í sögu fyrirtækisins. Þá nam hagnaður IBM 4,4 milljörðum dala á fjórðungnum, sem er 57 prósenta aukning milli ára. Gengi hlutabréfa í báðum fyrirtækjum rauk upp um meira en níu prósent og tóku þau önnur tæknifyrirtæki með sér í uppsveiflunni. Við það fór S&P-vísitalan upp um rúm fjögur prósent. - jab
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira