Blanka er best í heimi - nema á stóru mótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2009 09:36 Blanka Vlasic gat ekki leynt vonbriðgum sínum. Mynd/GettyImages Blanka Vlasic er að flestra mati besti hástökkvari heims í kvennaflokki eða þar til kemur að stórmótunum. Þá virðist þessi lapplangi Króati klúðra sínum málum. Það gerðist einmitt á Evrópumeistaramótinu innanhús um helgina og einnig á Ólympíuleikunum fyrir hálfu ári. Vlasic mætti á Ólympíuleikana í Peking búin að vinna 34 mót í röð en varð þá að sjá á eftir gullinu til Belgans Tia Hellebaut. Á EM innanhúss í Torínó um helgina mistókst henni í fyrsta sinn í 42 mótum að hoppa yfir tvo metra en hún felldi 1,96 metra þrisvar sinnum. Þetta þýddi að hún komst ekki einu sinni á pall. Sigurvegarinn var Ariane Friedrich frá Þýskalandi sem stökk 2,01 metra en hún varð fyrsti Evrópumeistari Þjóðverja í hástökki kvenna innanhúss síðan 1996. "Ég trúi því varla að ég hafi unnið gullið. Mér fannst það mjög skrítið að Blanka var í svona miklum vandræðum," sagði Friedrich en hún þurfti bara að stökkva fimm sinnum til þess að vinna EM-gullið. Vlasic átti einnig möguleika á að vinna gullpottinn á síðasta tímabili þegar hún var búin að vinna fimm fyrstu gullmótin. Í lokamótinu varð hún hinsvegar óvænt að sætta sig við annað sætið á eftir Ariane Friedrich. Hún missti þar af milljón dollurum sem fóru allir til 800 metra hlauparans Pamelu Jelimo frá Keníu. Íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sjá meira
Blanka Vlasic er að flestra mati besti hástökkvari heims í kvennaflokki eða þar til kemur að stórmótunum. Þá virðist þessi lapplangi Króati klúðra sínum málum. Það gerðist einmitt á Evrópumeistaramótinu innanhús um helgina og einnig á Ólympíuleikunum fyrir hálfu ári. Vlasic mætti á Ólympíuleikana í Peking búin að vinna 34 mót í röð en varð þá að sjá á eftir gullinu til Belgans Tia Hellebaut. Á EM innanhúss í Torínó um helgina mistókst henni í fyrsta sinn í 42 mótum að hoppa yfir tvo metra en hún felldi 1,96 metra þrisvar sinnum. Þetta þýddi að hún komst ekki einu sinni á pall. Sigurvegarinn var Ariane Friedrich frá Þýskalandi sem stökk 2,01 metra en hún varð fyrsti Evrópumeistari Þjóðverja í hástökki kvenna innanhúss síðan 1996. "Ég trúi því varla að ég hafi unnið gullið. Mér fannst það mjög skrítið að Blanka var í svona miklum vandræðum," sagði Friedrich en hún þurfti bara að stökkva fimm sinnum til þess að vinna EM-gullið. Vlasic átti einnig möguleika á að vinna gullpottinn á síðasta tímabili þegar hún var búin að vinna fimm fyrstu gullmótin. Í lokamótinu varð hún hinsvegar óvænt að sætta sig við annað sætið á eftir Ariane Friedrich. Hún missti þar af milljón dollurum sem fóru allir til 800 metra hlauparans Pamelu Jelimo frá Keníu.
Íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sjá meira