Tengdir fasteignum, fiski og fjármálum 15. apríl 2009 03:45 Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félögum sem stjórnarmenn, prókúruhafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengdust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi samkvæmt upplýsingum sem Creditinfo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingismenn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármálaþjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum tegundum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heildverslun. Persónuvernd hefur neitað Creditinfo um leyfi til að miðla persónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverðar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Framsóknarflokkinn sem vísa á heimasíður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditinfo hafi verið unnin upp úr úreltum gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félögum en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Ingadóttir er varamaður í stjórn Plássins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störfum í stjórnum fyrirtækja," segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gíslaon sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins. Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félögum sem stjórnarmenn, prókúruhafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengdust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi samkvæmt upplýsingum sem Creditinfo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingismenn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármálaþjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum tegundum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heildverslun. Persónuvernd hefur neitað Creditinfo um leyfi til að miðla persónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverðar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Framsóknarflokkinn sem vísa á heimasíður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditinfo hafi verið unnin upp úr úreltum gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félögum en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Ingadóttir er varamaður í stjórn Plássins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störfum í stjórnum fyrirtækja," segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gíslaon sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins.
Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira