Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum 26. mars 2009 15:07 Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. Flokkurinn mikilvægari en einstök framboð „Þetta leggst vel í mig og ég finn fyrir miklum stuðningi við mitt framboð. Ég hef auðvitað verið í sambandi við fólk í margar vikur núna," segir Bjarni sem lýsti yfir framboði stuttu eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég einfaldlega tel mig hafa það sem til þarf til þess að taka við þessu mikilvæga hlutverki. Ég er tilbúinn til þess að leggja mikið á mig og berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðismanna og standa vörð um þau gildi sem við höfum ávalt staðið fyrir en eiga nú um stundarsakir undir högg að sækja. Ég tel hinsvegar að þessi gildi eigi nú brýnt erindi við þjóðina." Bjarni segist skynja mikla eftirvæntingu meðal landsfundarfulltrúa og mikil tilhlökkun sé í fólki. „Ég er því bjartsýnn á góða útkomu fyrir þennan flokk sem skiptir auðvitað öllu máli. Það er miklu stærra en einstök framboð á fundinum." Ánægja með að kosið sé í embætti formanns „Það gengur vel, ég hef fengið fín viðbrögð og það er allt í sómanum með það. Ég hef nú ekki verið í framboði nema í þrjá daga," segir Kristján Þór Júlíusson sem finnur fyrir miklum áhuga á landsfundi. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið að hringja í landsfundarfulltrúa og heyra í þeim hljóðið svarar Kristján því játandi. „Ég hef verið að kanna landið og afla stuðngins, út á það gengur þetta," segir Kristján. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð flokksmanna burt séð frá því hvort það ætli að kjósa mig eða Bjarna. Það er bara almenn ánægja með það í flokknum að nú sé kosið á milli einstaklinga í þetta embætti." En afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég ætla ekki að fara út í neinn mannjöfnuð við fólk og það verður bara að gera upp við sjálft sig hvaða eiginleikum það sækist eftir í forystu flokksins á þessum tímum. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að eftir mín störf hafi ég ýmislegt í farteskinu sem nýtist í forystusveit flokksins. Ég er hinsvegar ekki að kasta neinni rýrð á Bjarna Benediktsson, alls ekki," segir Kristján. Hann segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varaformanns í flokknum tapi hann formannskosningunni. „Annars held ég að þetta verði skemmtilegur fundur og það eru mörg spennandi mál bæði frá evrópunefndinni og endurreisnarnefndinni sem rætt verður um. Síðan eru það þessar kosningar um forystusveit flokksins. Formaðurinn er að stíga til hliðar og það eru átakatímar í þjóðfélaginu. Það ætti að gefa fólki kost á því að skiptast heiðarlega á skoðunum og ég veit að við munum koma samhent útaf fundinum." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. Flokkurinn mikilvægari en einstök framboð „Þetta leggst vel í mig og ég finn fyrir miklum stuðningi við mitt framboð. Ég hef auðvitað verið í sambandi við fólk í margar vikur núna," segir Bjarni sem lýsti yfir framboði stuttu eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég einfaldlega tel mig hafa það sem til þarf til þess að taka við þessu mikilvæga hlutverki. Ég er tilbúinn til þess að leggja mikið á mig og berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðismanna og standa vörð um þau gildi sem við höfum ávalt staðið fyrir en eiga nú um stundarsakir undir högg að sækja. Ég tel hinsvegar að þessi gildi eigi nú brýnt erindi við þjóðina." Bjarni segist skynja mikla eftirvæntingu meðal landsfundarfulltrúa og mikil tilhlökkun sé í fólki. „Ég er því bjartsýnn á góða útkomu fyrir þennan flokk sem skiptir auðvitað öllu máli. Það er miklu stærra en einstök framboð á fundinum." Ánægja með að kosið sé í embætti formanns „Það gengur vel, ég hef fengið fín viðbrögð og það er allt í sómanum með það. Ég hef nú ekki verið í framboði nema í þrjá daga," segir Kristján Þór Júlíusson sem finnur fyrir miklum áhuga á landsfundi. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið að hringja í landsfundarfulltrúa og heyra í þeim hljóðið svarar Kristján því játandi. „Ég hef verið að kanna landið og afla stuðngins, út á það gengur þetta," segir Kristján. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð flokksmanna burt séð frá því hvort það ætli að kjósa mig eða Bjarna. Það er bara almenn ánægja með það í flokknum að nú sé kosið á milli einstaklinga í þetta embætti." En afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég ætla ekki að fara út í neinn mannjöfnuð við fólk og það verður bara að gera upp við sjálft sig hvaða eiginleikum það sækist eftir í forystu flokksins á þessum tímum. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að eftir mín störf hafi ég ýmislegt í farteskinu sem nýtist í forystusveit flokksins. Ég er hinsvegar ekki að kasta neinni rýrð á Bjarna Benediktsson, alls ekki," segir Kristján. Hann segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varaformanns í flokknum tapi hann formannskosningunni. „Annars held ég að þetta verði skemmtilegur fundur og það eru mörg spennandi mál bæði frá evrópunefndinni og endurreisnarnefndinni sem rætt verður um. Síðan eru það þessar kosningar um forystusveit flokksins. Formaðurinn er að stíga til hliðar og það eru átakatímar í þjóðfélaginu. Það ætti að gefa fólki kost á því að skiptast heiðarlega á skoðunum og ég veit að við munum koma samhent útaf fundinum."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20
Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11