Árni Páll kallaði andstæðinga sína fífl Valur Grettisson skrifar 16. apríl 2009 11:03 Árni Páll og Siv Friðleifsdóttir voru saman á framboðsfundi í Garðabæ þar sem hann kallaði andstæðinga sína fífl. Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Samkvæmt menntaskólanema sem sat í sal sem Vísir ræddi við þá var mikill hiti í frambjóðendum á fundinum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna tókst harkalega á við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattamál. Þó bar hæst þegar Árni Páll Árnason var að svara fyrirspurnum úr sal, þá sagði hann andstæðinga sína fífl, það er að segja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þeir sem fylgdust með sögðu orðin hafa fallið í grýttan jarðveg. Í raun hefðu þau verið úr takti við annað á þessum fundi og svo virðist sem Árni hefði snöggreiðst eins og einn neminn orðaði það. Í lokin sagði Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að þessi fundur væri sennilega talsvert ruglandi fyrir menntaskólanemanna í ljósi þess að stjórnmálamenn kalla andstæðinga sína sjaldnast fífl. Framsóknarmaðurinn Hlini Melsted Jóngeirsson var á fundinum og bloggaði um málið á heimasíðu sinni. Þegar Vísir ræddi við hann sagði hann orðin hafa komið flestum í opna skjöldu. „Árni Páll var bara úti að aka. Oddviti flokks lætur ekki svona út úr sér," sagði hann hneykslaður á Samfylkingarmanninum. Þegar leitað var viðbragða hjá Siv Friðleifsdóttur vegna málsins vildi hún ekki tjá sig um málið, hún tæki ekki þátt í ómálefnalegri orðræðu Árna Páls. Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir var á fundinum en ekki náðist í hana til þess að bera undir hana ummæli Árna. Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Samkvæmt menntaskólanema sem sat í sal sem Vísir ræddi við þá var mikill hiti í frambjóðendum á fundinum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna tókst harkalega á við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattamál. Þó bar hæst þegar Árni Páll Árnason var að svara fyrirspurnum úr sal, þá sagði hann andstæðinga sína fífl, það er að segja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þeir sem fylgdust með sögðu orðin hafa fallið í grýttan jarðveg. Í raun hefðu þau verið úr takti við annað á þessum fundi og svo virðist sem Árni hefði snöggreiðst eins og einn neminn orðaði það. Í lokin sagði Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að þessi fundur væri sennilega talsvert ruglandi fyrir menntaskólanemanna í ljósi þess að stjórnmálamenn kalla andstæðinga sína sjaldnast fífl. Framsóknarmaðurinn Hlini Melsted Jóngeirsson var á fundinum og bloggaði um málið á heimasíðu sinni. Þegar Vísir ræddi við hann sagði hann orðin hafa komið flestum í opna skjöldu. „Árni Páll var bara úti að aka. Oddviti flokks lætur ekki svona út úr sér," sagði hann hneykslaður á Samfylkingarmanninum. Þegar leitað var viðbragða hjá Siv Friðleifsdóttur vegna málsins vildi hún ekki tjá sig um málið, hún tæki ekki þátt í ómálefnalegri orðræðu Árna Páls. Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir var á fundinum en ekki náðist í hana til þess að bera undir hana ummæli Árna.
Kosningar 2009 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira