Jose Mourinho spáir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 26. maí 2009 15:30 Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira
Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira