Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna kynnti í gær áætlun flokksins um uppbyggingu atvinnumála. Alls telur flokkurinn í greinagerð að mögulegt sé að skapa allt að átján þúsund störf á næstu árum. Flest þessara starfa myndu vera við ferðamannaiðnað, eða allt að 4300.
Flokkurinn telur að með aukinni markaðssetningu á Íslandi megi stórauka störf í ferðaiðnaði hér á landi. Störfin sé hægt að skapa með stefnumótun stjórnvalda.