Körfubolti

Haukakonur komnar í 2-1 eftir sigur í spennuleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slavica Dimovska var best hjá Haukum í kvöld.
Slavica Dimovska var best hjá Haukum í kvöld. Mynd/Vilhelm

Haukar unnu fjögurra stiga sigur á Hamar, 59-55, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Slavica Dimovska skoraði 23 stig fyrir Hauka.

Leikurinn var jafn og spennandi, Haukar voru 16-14 eftir fyrsta leikhluta en Hamar var 30-31 yfir í hálfleik. Haukaliðið átti góðan þriðja leikhluta og var 48-39 yfir eftir hann.

Hamar náði að jafna leikinn á ný en í stöðunni 52-52 þegar 3:25 mínútur voru eftir skoruðu Haukar sjö stig í röð, komust í 59-52 og gerðu út um leikinn.

Slavica Dimovska var með 23 stig og 5 stoðsendingar hjá Haukum og fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var með 12 stig og 6 stoðsendingar.

Lakiste Barkus skoraði 19 stig fyrir Hamar og Julia Demirer var með 17 stig og 11 fráköst.

Þriðji leikurinn er í Hveragerði á þriðjudaginn og þar geta Haukar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×