Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. apríl 2009 21:30 Bjarni Benediktsson segir að annar bankastjóri Landsbankans hafi tekið ákvörðun um að veita Sjálfstæðisflokknum styrk að upphæð 25 milljónir króna. Mynd/ Pjetur. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag. Kosningar 2009 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag.
Kosningar 2009 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira