KR-ingar fyrstir til að vinna 21 af 22 leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2009 11:45 KR-ingar unnu Þórsara 108-94 í gær. Mynd/Anton KR lyftu deildarmeistarabikarnum í Iceland Express karla í körfubolta í gær eftir 21. sigur sinn á tímabilinu. Vesturbæingar settu nýtt met með því að vinna alla deildarleiki sína nema einn. Tvö lið höfðu náð að vinna 20 af 22 leikjum á einu tímabili en það voru lið Keflavíkur 1998-99 og lið Njarðvíkur 2006-07. Keflavík fór alla leið þetta ár og varð meistari en Njarðvík tapaði á móti KR í lokaúrslitunum 2007. Eina deildartap KR-liðsins kom í Grindavík 9. febrúar þegar Grindavík vann þá 91-80. Grindvíkingar voru einnig með frábært sigurhlutfall í vetur, 19 sigra í 22 leikjum sem er besti árangur liðs sem hefur ekki náð að vinna deildarmeistaratitilinn. KR setti einnig nýtt með því að vinna leiki sína með meira 20 stiga mun að meðaltali. Heildarnettóstigatala KR-liðsins var 492 stig í plús eða 22,4 stig í plús á hvern leik. Gamla metið á Keflavíkingar frá 1996-97 tímabilinu þegar þeir unnu leiki sína með 17,9 stigum að meðaltali í leik. Hér er átt við met í deildinni með því fyrirkomulagi sem hún er spiluð í dag. Þetta 12 liða og 22 leikja fyrirkomulag hefur verið við lýði síðan 1996/97 eða undanfarin þrettán tímabil. Flestir sigurleikir á einu tímabili: (12 liða og 22 leikja deild, frá og með 1996/97) 21 sigur - 1 tap KR 2009 - ???20 sigrar - 2 töp Keflavík, 1999 - Íslandmeistari Njarðvík, 2007 - 2. sæti19 sigrar - 3 töp Keflavík, 1997 - Íslandmeistari Grindavík, 1998 - 8 liða úrslit Grindavík, 2009 - ???18 sigrar - 4 töp Njarðvík, 1999 - 2. sæti Njarðvík, 2000 - Undanúrslit Keflavík, 2002 - 2. sæti Grindavík, 2004 - Undanúrslit Snæfell, 2004 - 2. sæti Keflavík, 2005 - Íslandmeistari Keflavík, 2006 - Undanúrslit Keflavík, 2008 - Íslandmeistari Þrátt fyrir að KR hafi unnið 21 af 22 leikjum sínum og verið með 22,4 stig í nettómeðaltal þá var KR-liðið hvorki með bestu sóknina né bestu vörnina í deildinni. Grindavík skoraði flest stig að meðaltali í leik (98,5) en Snæfell fékk aftur á móti fæst stig á sig (74,1). KR skoraði 98,1 stig að meðaltali og fékk á sig 75,7 stig að meðaltali. Liðið komst á báðum vígstöðum inn á topp tíu í sögu 12 liða og 22 leikja úrvalsdeildar. Það hafa aðeins fjögur lið skorað fleiri stig að meðaltali í leik á tímabili og KR-vörnin er síðan í 10. sæti yfir fæst stig fengin á sig í leik á tímabili. Met í 12 liða og 22 leikja deild (1996/97-2008/09) Flest stig að meðaltali í leik: 1. Keflavík, 1997 100,9 2. Keflavík, 2003 100,6 3. Keflavík, 2004 98,64. Grindavík, 2009 98,5 5. KR, 2009 98,1 6. Keflavík, 1999 97,7 7. UMFG, 2006 96,3 8. Keflavík, 2002 94,5 9. Fjölnir, 2005 94,4 10. UMFN, 2001 93,9 Fæst stig á sig að meðaltali í leik: 1. Snæfell, 2007 73,82. Snæfell, 2009 74,1 3. KR, 2000 74,8 4. Njarðvík, 2006 75,0 5. Njarðvík, 2000 75,1 6. Tindastóll, 1998 75,3 7. Njarðvík, 1999 75,4 8. Haukar, 1998 75,5 9. Haukar, 2000 75,610. KR, 2009 75,7 Hæsta nettóstigatala að meðaltali í leik: 1. KR, 2009 22,4 2. Keflavík, 1997 17,94. Grindavík, 2009 17,7 5. Njarðvík, 1999 16,9 6. Keflavík, 2003 16,8 7. Keflavík, 1999 15,8 8. Njarðvík, 2000 15,2 9. Njarðvík, 2006 14,4 10. Keflavík, 2005 12,4 Dominos-deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
KR lyftu deildarmeistarabikarnum í Iceland Express karla í körfubolta í gær eftir 21. sigur sinn á tímabilinu. Vesturbæingar settu nýtt met með því að vinna alla deildarleiki sína nema einn. Tvö lið höfðu náð að vinna 20 af 22 leikjum á einu tímabili en það voru lið Keflavíkur 1998-99 og lið Njarðvíkur 2006-07. Keflavík fór alla leið þetta ár og varð meistari en Njarðvík tapaði á móti KR í lokaúrslitunum 2007. Eina deildartap KR-liðsins kom í Grindavík 9. febrúar þegar Grindavík vann þá 91-80. Grindvíkingar voru einnig með frábært sigurhlutfall í vetur, 19 sigra í 22 leikjum sem er besti árangur liðs sem hefur ekki náð að vinna deildarmeistaratitilinn. KR setti einnig nýtt með því að vinna leiki sína með meira 20 stiga mun að meðaltali. Heildarnettóstigatala KR-liðsins var 492 stig í plús eða 22,4 stig í plús á hvern leik. Gamla metið á Keflavíkingar frá 1996-97 tímabilinu þegar þeir unnu leiki sína með 17,9 stigum að meðaltali í leik. Hér er átt við met í deildinni með því fyrirkomulagi sem hún er spiluð í dag. Þetta 12 liða og 22 leikja fyrirkomulag hefur verið við lýði síðan 1996/97 eða undanfarin þrettán tímabil. Flestir sigurleikir á einu tímabili: (12 liða og 22 leikja deild, frá og með 1996/97) 21 sigur - 1 tap KR 2009 - ???20 sigrar - 2 töp Keflavík, 1999 - Íslandmeistari Njarðvík, 2007 - 2. sæti19 sigrar - 3 töp Keflavík, 1997 - Íslandmeistari Grindavík, 1998 - 8 liða úrslit Grindavík, 2009 - ???18 sigrar - 4 töp Njarðvík, 1999 - 2. sæti Njarðvík, 2000 - Undanúrslit Keflavík, 2002 - 2. sæti Grindavík, 2004 - Undanúrslit Snæfell, 2004 - 2. sæti Keflavík, 2005 - Íslandmeistari Keflavík, 2006 - Undanúrslit Keflavík, 2008 - Íslandmeistari Þrátt fyrir að KR hafi unnið 21 af 22 leikjum sínum og verið með 22,4 stig í nettómeðaltal þá var KR-liðið hvorki með bestu sóknina né bestu vörnina í deildinni. Grindavík skoraði flest stig að meðaltali í leik (98,5) en Snæfell fékk aftur á móti fæst stig á sig (74,1). KR skoraði 98,1 stig að meðaltali og fékk á sig 75,7 stig að meðaltali. Liðið komst á báðum vígstöðum inn á topp tíu í sögu 12 liða og 22 leikja úrvalsdeildar. Það hafa aðeins fjögur lið skorað fleiri stig að meðaltali í leik á tímabili og KR-vörnin er síðan í 10. sæti yfir fæst stig fengin á sig í leik á tímabili. Met í 12 liða og 22 leikja deild (1996/97-2008/09) Flest stig að meðaltali í leik: 1. Keflavík, 1997 100,9 2. Keflavík, 2003 100,6 3. Keflavík, 2004 98,64. Grindavík, 2009 98,5 5. KR, 2009 98,1 6. Keflavík, 1999 97,7 7. UMFG, 2006 96,3 8. Keflavík, 2002 94,5 9. Fjölnir, 2005 94,4 10. UMFN, 2001 93,9 Fæst stig á sig að meðaltali í leik: 1. Snæfell, 2007 73,82. Snæfell, 2009 74,1 3. KR, 2000 74,8 4. Njarðvík, 2006 75,0 5. Njarðvík, 2000 75,1 6. Tindastóll, 1998 75,3 7. Njarðvík, 1999 75,4 8. Haukar, 1998 75,5 9. Haukar, 2000 75,610. KR, 2009 75,7 Hæsta nettóstigatala að meðaltali í leik: 1. KR, 2009 22,4 2. Keflavík, 1997 17,94. Grindavík, 2009 17,7 5. Njarðvík, 1999 16,9 6. Keflavík, 2003 16,8 7. Keflavík, 1999 15,8 8. Njarðvík, 2000 15,2 9. Njarðvík, 2006 14,4 10. Keflavík, 2005 12,4
Dominos-deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira