Glöggt er gests augað Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2009 13:30 „Útlit er fyrir að árið 2009 verði eitt það erfiðasta í hagsögu undanfarinna áratuga. Óvissuþættir sem varða stöðu þjóðarbúsins og fjármál ríkisins eru verulegir." Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og varla ofsagt að óvissa sé mikil um framhaldið. Óvissan snýr ekki síst að því hvernig æðstu ráðamönnum þjóðarinnar tekst að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þá er sú spurning áleitin hvort þeir ættu ekki að stíga til hliðar, jafnskjótt og auðið verður og eftirláta öðrum starfann. Glöggt er gests augað, í það minnsta stundum. Hér hefur verið gestkomandi Willem H. Buiter, prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics. Hann er einn af fremstu hagfræðingum heims og vert að leggja við hlustir í greiningu hans á aðstæðum þjóðarinnar. Kannski ekki síst fyrir þær sakir að í apríl í fyrra sagði hann til um fall bankanna, og þá af réttum ástæðum. Hér hafði verið byggt upp risastórt bankakerfi viðkvæmt fyrir áhlaupi, þar sem ríkið hafði enga burði til að standa að baki því. Buiter bendir réttilega á að trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnunar hafi beðið skipbrot og útséð um að byggja traust á gjaldmiðlinum á ný með þá sömu við stýrið og stýrðu honum í þrot. Gjaldeyrishöft þurfi að vera allt þar til búið sé að koma nýju fólki til verka. Hann telur upp að í eftirfarandi embættum þurfi að skipta um fólk: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlits. Líkast til er þetta rétt, burtséð frá því um hvaða persónur er að ræða eða hvaða varhug menn gjalda við því að „persónugera vandann". Brýnasta málið er að leggja fram trúverðuga stefnu til framtíðar með áherslu á stöðugleika, traust regluverk og opið hagkerfi. Vísasta leiðin til þessarar framtíðar er með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Líkast til gera sér fáir í hugarlund það ástand sem hér getur skapast í viðvarandi og miklu atvinnuleysi þar sem fyrirtæki fara umvörpum á hliðina í vaxtaokri og gjaldeyrishöftum. Finnar gengu í gegn um fjármálakreppu í byrjun tíunda áratugsins og lýstu tveir fyrirlesara reynslu Finna á fundi sem Samtök atvinnulífsins og fleiri stóðu fyrir í gær. „Ástandið var svo hryllilegt að erfitt er að gera sér í hugarlund að það gæti endurtekið sig nú," sagði Anders Blom, formaður PL, samtaka einkafyrirtækja í Finnlandi. Félagsleg vandamál tengd atvinnumissi urðu yfirþyrmandi. Hann segir að á 50 ára tímabili hafi um 35 þúsund látið lífið í umferðarslysum í Finnlandi. Á sama tímabili hafa hins vegar yfir 55 þúsund karlar fyrirfarið sér. Félagsleg vandamál eru ennþá viðvarandi í Finnlandi og atvinnuleysi enn mikið. Þó var farin sú leið að viðhalda öflugu velferðarkerfi þar sem atvinnulausir héldu 60 til 70 prósentum af fyrri tekjum. Anders Blom lagði hins vegar áherslu á mikilvægi þess að bjarga fyrirtækjum lands sem lendir í svo djúpri efnahagslægð. „Fyrirtækin sjá fólki fyrir vinnu og eru um leið farvegur ríkisvaldsins til að innheimta skatta samfélaginu til handa. Án fyrirtækjanna gengur það ekki," sagði hann. Ef stjórnvöldum hér er alvara með að bjarga því sem bjargað verður, þá verða þau líka að hafa manndóm í sér til að ganga í þær aðgerðir sem duga til að byggja upp trúverðuga efnahagsstjórn á ný. Trúverðugleika, sem vel að merkja hefur bein áhrif á þau kjör sem ríkinu koma til með að standa til boða í þeim risalántökum sem þarf til að reisa hér við efnahagslífið á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
„Útlit er fyrir að árið 2009 verði eitt það erfiðasta í hagsögu undanfarinna áratuga. Óvissuþættir sem varða stöðu þjóðarbúsins og fjármál ríkisins eru verulegir." Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og varla ofsagt að óvissa sé mikil um framhaldið. Óvissan snýr ekki síst að því hvernig æðstu ráðamönnum þjóðarinnar tekst að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þá er sú spurning áleitin hvort þeir ættu ekki að stíga til hliðar, jafnskjótt og auðið verður og eftirláta öðrum starfann. Glöggt er gests augað, í það minnsta stundum. Hér hefur verið gestkomandi Willem H. Buiter, prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics. Hann er einn af fremstu hagfræðingum heims og vert að leggja við hlustir í greiningu hans á aðstæðum þjóðarinnar. Kannski ekki síst fyrir þær sakir að í apríl í fyrra sagði hann til um fall bankanna, og þá af réttum ástæðum. Hér hafði verið byggt upp risastórt bankakerfi viðkvæmt fyrir áhlaupi, þar sem ríkið hafði enga burði til að standa að baki því. Buiter bendir réttilega á að trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnunar hafi beðið skipbrot og útséð um að byggja traust á gjaldmiðlinum á ný með þá sömu við stýrið og stýrðu honum í þrot. Gjaldeyrishöft þurfi að vera allt þar til búið sé að koma nýju fólki til verka. Hann telur upp að í eftirfarandi embættum þurfi að skipta um fólk: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlits. Líkast til er þetta rétt, burtséð frá því um hvaða persónur er að ræða eða hvaða varhug menn gjalda við því að „persónugera vandann". Brýnasta málið er að leggja fram trúverðuga stefnu til framtíðar með áherslu á stöðugleika, traust regluverk og opið hagkerfi. Vísasta leiðin til þessarar framtíðar er með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Líkast til gera sér fáir í hugarlund það ástand sem hér getur skapast í viðvarandi og miklu atvinnuleysi þar sem fyrirtæki fara umvörpum á hliðina í vaxtaokri og gjaldeyrishöftum. Finnar gengu í gegn um fjármálakreppu í byrjun tíunda áratugsins og lýstu tveir fyrirlesara reynslu Finna á fundi sem Samtök atvinnulífsins og fleiri stóðu fyrir í gær. „Ástandið var svo hryllilegt að erfitt er að gera sér í hugarlund að það gæti endurtekið sig nú," sagði Anders Blom, formaður PL, samtaka einkafyrirtækja í Finnlandi. Félagsleg vandamál tengd atvinnumissi urðu yfirþyrmandi. Hann segir að á 50 ára tímabili hafi um 35 þúsund látið lífið í umferðarslysum í Finnlandi. Á sama tímabili hafa hins vegar yfir 55 þúsund karlar fyrirfarið sér. Félagsleg vandamál eru ennþá viðvarandi í Finnlandi og atvinnuleysi enn mikið. Þó var farin sú leið að viðhalda öflugu velferðarkerfi þar sem atvinnulausir héldu 60 til 70 prósentum af fyrri tekjum. Anders Blom lagði hins vegar áherslu á mikilvægi þess að bjarga fyrirtækjum lands sem lendir í svo djúpri efnahagslægð. „Fyrirtækin sjá fólki fyrir vinnu og eru um leið farvegur ríkisvaldsins til að innheimta skatta samfélaginu til handa. Án fyrirtækjanna gengur það ekki," sagði hann. Ef stjórnvöldum hér er alvara með að bjarga því sem bjargað verður, þá verða þau líka að hafa manndóm í sér til að ganga í þær aðgerðir sem duga til að byggja upp trúverðuga efnahagsstjórn á ný. Trúverðugleika, sem vel að merkja hefur bein áhrif á þau kjör sem ríkinu koma til með að standa til boða í þeim risalántökum sem þarf til að reisa hér við efnahagslífið á ný.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun