Íshokkísteingeit Karen D. Kjartansdóttir skrifar 8. september 2009 06:00 Það stefnir í metfjölda fæðinga á þessu ári. Sjálf hef ég lagt eitt þeirra í púkkið og heyrt glens um kreppubörn og framlag mitt við afborganir af Icesave-inu. Ég þvertek fyrir allt slíkt enda dóttir mín fædd í janúar og því getin löngu fyrir mest allt krepputalið. Þeir sem hafa trú á stjörnumerkjunum telja að fæðingardagur fólks hafi eitthvað með hegðun þess og örlög síðar á ævinni að gera. Staða stjarnanna við fæðingu hafi því áhrif á líf manneskjunnar ævina á enda. Rannsóknir hafa líka sýnt að mikill fjöldi fólks leggur trúnað á stjörnuspár og ekki að ástæðulausu. Til að mynda eru yfirgnæfandi líkur á því að Siggi sem fæddist í merki krabbans á Íslandi árið 1980 hafi átt náðugri daga en Ali sem fæddist í merki ljónsins í Írak sama ár. Þá mun Nancy Reagan forsetafrú eins áhrifamesta Bandaríkjaforeta síðari tíma hafa viðurkennt að hafa hagað skipulagi funda eiginmannsins eftir stöðu stjarnanna hverju sinni. En til eru efasemdarmenn. Þegar kanadíski félagsvísindamaðurinn Malcolm Galdwell, sem mikið hefur rannsakað afreksfólk, komst til dæmis að því að óvenjulega mikið af góðum íshokkíspilurum voru fæddir í janúar, febrúar og mars, taldi hann ólíklegt að skrifað væri í stjörnurnar að steingeitur, vatnsberar og fiskar væru betur fallin til hokkíiðkunar. Heldur þótti honum líklegra að sú staðreynd að þau væru ögn meira líkamlega þroskuð þegar þau hæfu æfingar en jafnaldrar þeirra sem fæddir voru seinna á árinu myndi veita þeim ákveðið forskot. Það myndi síðan styrkja sjálfstraust þeirra og hafa góð áhrif á spilamennsku þeirra. Þetta gildi reyndar ekki aðeins um hokkíiðkun heldur á flestum sviðum mannlífsins. Þótt speki Galdwells sé ekki óvefengjanleg frekar en stjörnuspekin tel ég ágætt að leggja á hana nokkra trú. Með hana að vopni kemst ég til dæmis hjá því að ergja mig á þeirri staðreynd að í Reykjavík komast börn yfirleitt ekki inn á leikskóla fyrr en haustið árið sem þau verða tveggja ára. Þannig á dóttir mín í fyrsta lagi möguleika á leikskólaplássi sumarið 2011 eða þegar hún er tveggja og hálfsárs en hefði hún fæðst nokkrum dögum áður hefði hún komist inn eins og hálfs árs, 2010. Þetta er samt allt í fína, ég bíð bara í ofvæni eftir skjótum frama hennar í íshokkíi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Það stefnir í metfjölda fæðinga á þessu ári. Sjálf hef ég lagt eitt þeirra í púkkið og heyrt glens um kreppubörn og framlag mitt við afborganir af Icesave-inu. Ég þvertek fyrir allt slíkt enda dóttir mín fædd í janúar og því getin löngu fyrir mest allt krepputalið. Þeir sem hafa trú á stjörnumerkjunum telja að fæðingardagur fólks hafi eitthvað með hegðun þess og örlög síðar á ævinni að gera. Staða stjarnanna við fæðingu hafi því áhrif á líf manneskjunnar ævina á enda. Rannsóknir hafa líka sýnt að mikill fjöldi fólks leggur trúnað á stjörnuspár og ekki að ástæðulausu. Til að mynda eru yfirgnæfandi líkur á því að Siggi sem fæddist í merki krabbans á Íslandi árið 1980 hafi átt náðugri daga en Ali sem fæddist í merki ljónsins í Írak sama ár. Þá mun Nancy Reagan forsetafrú eins áhrifamesta Bandaríkjaforeta síðari tíma hafa viðurkennt að hafa hagað skipulagi funda eiginmannsins eftir stöðu stjarnanna hverju sinni. En til eru efasemdarmenn. Þegar kanadíski félagsvísindamaðurinn Malcolm Galdwell, sem mikið hefur rannsakað afreksfólk, komst til dæmis að því að óvenjulega mikið af góðum íshokkíspilurum voru fæddir í janúar, febrúar og mars, taldi hann ólíklegt að skrifað væri í stjörnurnar að steingeitur, vatnsberar og fiskar væru betur fallin til hokkíiðkunar. Heldur þótti honum líklegra að sú staðreynd að þau væru ögn meira líkamlega þroskuð þegar þau hæfu æfingar en jafnaldrar þeirra sem fæddir voru seinna á árinu myndi veita þeim ákveðið forskot. Það myndi síðan styrkja sjálfstraust þeirra og hafa góð áhrif á spilamennsku þeirra. Þetta gildi reyndar ekki aðeins um hokkíiðkun heldur á flestum sviðum mannlífsins. Þótt speki Galdwells sé ekki óvefengjanleg frekar en stjörnuspekin tel ég ágætt að leggja á hana nokkra trú. Með hana að vopni kemst ég til dæmis hjá því að ergja mig á þeirri staðreynd að í Reykjavík komast börn yfirleitt ekki inn á leikskóla fyrr en haustið árið sem þau verða tveggja ára. Þannig á dóttir mín í fyrsta lagi möguleika á leikskólaplássi sumarið 2011 eða þegar hún er tveggja og hálfsárs en hefði hún fæðst nokkrum dögum áður hefði hún komist inn eins og hálfs árs, 2010. Þetta er samt allt í fína, ég bíð bara í ofvæni eftir skjótum frama hennar í íshokkíi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun